Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 45
sé „marbakki“ ekki til staðar, eru ytri mörk eignar í sjó venjulega miðuð við tve^gja metra dýpi, mælt við meðalfjörumál.13 I Noregi hefur reglan um „forstranden“ aldrei gilt eins og í dönskum rétti, en þó hafa eignarráð fasteignareiganda þar í landi ekki náð eins langt út til hafsins eins og í Svíþjóð og Finnlandi. í vissum tilvikum ná heimildir landeiganda í Noregi út fyrir „marbakkann", t.d. að því er varðar heimildir til að nýta þara. í öðrum tilvikum ná heimildir landeiganda skemmra, og á það við um heimildir til veiði sjávarfiska. Réttur til fiskveiða í sjó er öllum frjáls, jafnvel á svæðum sem háð eru eignarrétti þess, er land á að sjó. Undantekning gildir þó að því er varðar laxveiðar.14 4. UM RÉTTINN TIL VEIÐA í HAFALMENNINGUM 4.1 Telst frjálsræði til veiða eign? Regla sú, sem birtist í Grágásar- og Jónsbókarákvæðum þeim, sem hér var vitnað til, er og hefur lengi verið gildandi meginregla um réttarstöðu fiskimið- anna í hafalmenningum umhverfis ísland. í reglunni felst, að allir menn hafa haft heimildir eða frjálsræði til veiða í hafalmenningum, þó innan þeirra marka, sem löggjöf á hverjum tíma setur þessum rétti. í framhaldi af þessu vaknar sú spuming, hvort þessar heimildir eða þetta frjálsræði hafi og geti verið eign einstakra manna í lögfræðilegri merkingu þess hugtaks, t.d. í merkingu eign- arréttarákvæðis stjómarskrárinnar. 4.2 Tengsl milli eignar og eiganda Óhætt er að segja, að hugtakið eign hefur ekki fastmótaða merkingu í laga- máli, eins og áður er fram komið. Yfirleitt er þó talið, að það setji ákveðin tak- mörk og veiti vissa vísbendingu, þ.m.t. í skilningi eignarréttarákvæðis stjómar- skrárinnar. Hugtakið bendir til þess, að hagsmunir eða verðmæti þurfi að vera í nánum tengslum við ákveðinn eða ákveðna aðila öðrum fremur. Yfirleitt er þessu skilyrði um náin tengsl ekki fullnægt, nema því aðeins að réttarreglumar fái viðkomandi aðilum ákveðnar heimildir í hendur og að þeir hafi völ einhverra úrræða til vemdar rétti sínum. Hugtakið eign á því fyrst og fremst við um réttarstöðu, sem fær ákveðnum aðila einkaforræði eða einka- umráð tiltekins verðmætis. Til eignar í skilningi eignarréttarákvæðis stjómar- skrárinnar verða þess vegna yfirleitt ekki talin önnur réttindi en þau, sem í lög- fræði hafa verið talin einstaklingseignarréttur eða einkaréttur. Hreinir hags- munir og heimildir, sem réttarreglur tryggja öllum almenningi til mismunandi víðtækra umráða eða nota vissra verðmæta, verða ekki talin eign í þessu sam- bandi. Þetta þýðir m.ö.o. það, að almenningur, þjóðin eða þjóðarheildin, 13 Sjá nánar Thor Falkanger: Fast eiendoms rettsforhold, bls. 95-97 og Tryggvi Gunnarsson: „Landamerki fasteigna", bls. 516 14 Sjá nánar Thor Falkanger: Fast eiendoms rettsforhold, bls. 99. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.