Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 45
sé „marbakki“ ekki til staðar, eru ytri mörk eignar í sjó venjulega miðuð við
tve^gja metra dýpi, mælt við meðalfjörumál.13
I Noregi hefur reglan um „forstranden“ aldrei gilt eins og í dönskum rétti, en
þó hafa eignarráð fasteignareiganda þar í landi ekki náð eins langt út til hafsins
eins og í Svíþjóð og Finnlandi. í vissum tilvikum ná heimildir landeiganda í
Noregi út fyrir „marbakkann", t.d. að því er varðar heimildir til að nýta þara. í
öðrum tilvikum ná heimildir landeiganda skemmra, og á það við um heimildir
til veiði sjávarfiska. Réttur til fiskveiða í sjó er öllum frjáls, jafnvel á svæðum
sem háð eru eignarrétti þess, er land á að sjó. Undantekning gildir þó að því er
varðar laxveiðar.14
4. UM RÉTTINN TIL VEIÐA í HAFALMENNINGUM
4.1 Telst frjálsræði til veiða eign?
Regla sú, sem birtist í Grágásar- og Jónsbókarákvæðum þeim, sem hér var
vitnað til, er og hefur lengi verið gildandi meginregla um réttarstöðu fiskimið-
anna í hafalmenningum umhverfis ísland. í reglunni felst, að allir menn hafa
haft heimildir eða frjálsræði til veiða í hafalmenningum, þó innan þeirra marka,
sem löggjöf á hverjum tíma setur þessum rétti. í framhaldi af þessu vaknar sú
spuming, hvort þessar heimildir eða þetta frjálsræði hafi og geti verið eign
einstakra manna í lögfræðilegri merkingu þess hugtaks, t.d. í merkingu eign-
arréttarákvæðis stjómarskrárinnar.
4.2 Tengsl milli eignar og eiganda
Óhætt er að segja, að hugtakið eign hefur ekki fastmótaða merkingu í laga-
máli, eins og áður er fram komið. Yfirleitt er þó talið, að það setji ákveðin tak-
mörk og veiti vissa vísbendingu, þ.m.t. í skilningi eignarréttarákvæðis stjómar-
skrárinnar. Hugtakið bendir til þess, að hagsmunir eða verðmæti þurfi að vera í
nánum tengslum við ákveðinn eða ákveðna aðila öðrum fremur.
Yfirleitt er þessu skilyrði um náin tengsl ekki fullnægt, nema því aðeins að
réttarreglumar fái viðkomandi aðilum ákveðnar heimildir í hendur og að þeir
hafi völ einhverra úrræða til vemdar rétti sínum. Hugtakið eign á því fyrst og
fremst við um réttarstöðu, sem fær ákveðnum aðila einkaforræði eða einka-
umráð tiltekins verðmætis. Til eignar í skilningi eignarréttarákvæðis stjómar-
skrárinnar verða þess vegna yfirleitt ekki talin önnur réttindi en þau, sem í lög-
fræði hafa verið talin einstaklingseignarréttur eða einkaréttur. Hreinir hags-
munir og heimildir, sem réttarreglur tryggja öllum almenningi til mismunandi
víðtækra umráða eða nota vissra verðmæta, verða ekki talin eign í þessu sam-
bandi. Þetta þýðir m.ö.o. það, að almenningur, þjóðin eða þjóðarheildin,
13 Sjá nánar Thor Falkanger: Fast eiendoms rettsforhold, bls. 95-97 og Tryggvi Gunnarsson:
„Landamerki fasteigna", bls. 516
14 Sjá nánar Thor Falkanger: Fast eiendoms rettsforhold, bls. 99.
39