Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 47
5. Rétturinn gekk ekki að erfðum nema þá sem arfur frá einni kynslóð til ann- arrar. 6. Eftir atvikum gat rétthafi leitað til yfirvalda, ef hann var hindraður í því að neyta réttar síns, t.d. vegna ofríkis annarra, en það var þó ekki í skjóli eignarréttar. Af þessari upptalningu sést, að einstaka menn (afnotahafa) skorti að því er varðaði meðferð og nýtingu fiskimiðanna og fiskistofnana flestar þær heimildir, sem almennt eru taldar felast í einstaklingseignarrétti. Niðurstaða framangreindra hugleiðinga er því sú, að sá aimenni afnota- réttur, sem allir Islendingar höfðu af fiskimiðunum allt til ársins 1976, þegar fyrst var farið að áskilja leyfi til fiskveiða, gat sem slíkur ekki orðið grundvöllur stjómarskrárvarins einstaklingsbundins eignarréttar nokkurs manns. Hinu má svo aftur velta fyrir sér, hvort tilteknir einstaklingar hafi á sínum tíma hagnýtt sér þessa heimild með svo sérstökum hætti í atvinnuskyni, að þeir hafi með þeim hætti myndað atvinnuréttindi sér til handa, sem telja megi eign í merkingu eignarréttarákvæðis stjómarskrárinnar. Sjá til athugunar H 1964 573 (sundmarðardómur). Að því skal ekki vikið frekar hér, en næst skal að því hug- að, hvort löggjafanum hafi verið heimilt að takmarka óheftan rétt almennings til veiða á opnu hafi með þeim hætti, sem gert hefur verið og þá á hvaða gmnd- velli. 5. TAKMARKANIR Á RÉTTI TIL VEIÐA í HAFALMENNINGUM 5.1 Réttur til veiða í skjóli almannaréttar Eins og fyrr segir nutu landsmenn allir frá upphafi íslandsbyggðar réttar til þess að veiða í hafalmenningum. í því fólst, að allir þeir, sem áttu skip og veið- arfæri, höfðu frelsi til þess að nýta sér þennan rétt, ekki aðeins til þess að veiða í soðið fyrir sjálfan sig og sína, heldur líka til þess að hafa atvinnu sína af fisk- veiðum. Þessi réttur almennings til veiða var ekki grundvallaður á einkarétti af neinu tagi og byggðist ekki á því, að hver og einn einstaklingur ætti eignarrétt að ákveðnum hluta fiskistofnanna eða eignarrétt að ákveðnum hlutum hafsvæð- anna við Island. Þvert á móti var rétturinn almennur, þ.e. allir þeir, sem réðu yfir fiskiskipi og veiðarfærum, gátu fært sér hann í nyt á grundvelli almennra laga, sem áttu rætur sínar að rekja allt aftur til þjóðveldisins. Hér var m.ö.o. um al- mannarétt að ræða, og slíkur almannaréttur hefur, eins og áður segir, ekki ver- ið talinn eign í skilningi 72. gr. stjómarskrárinnar.16 5.2 Takmarkanir af ýmsu tagi Framangreind skipan mála hélst lengst af óbreytt, en á ofanverðri 19. öld voru sett lög, sem veittu heimild til að takmarka og banna notkun einstakra 16 Gaukur Jörundsson: Um eignamám, bls. 77-81. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.