Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 48
veiðarfæra á tilteknum svæðum. Síðar komu heimildir til að friða einstök svæði fyrir veiðum, og loks voru lögleidd ákvæði um, að ákveðnar veiðar skyldu háðar leyfi sjávarútvegsráðherra. Lagaheimildir af því tagi hafa síðan verið grundvöllur stjómunar fiskveiða hér á landi. Með þessari löggjöf var í raun takmörkuð hin áður óhefta heimild almennings til veiða í hafalmenn- ingum, og hin foma regla Grágásar og Jónsbókar þannig smám saman þrengd. Gat í þessu falist bæði þrenging á atvinnufrelsi manna, þ.e. frelsinu til þess að velja sér það lífsstarf, sem hugur þeirra stendur til, og þrenging á atvinnurétt- indum þeirra, sem þá þegar höfðu fiskveiðar að atvinnu. 5.3 Takmarkanir í skjóli fullveldisréttar ríkisins Oumdeilt er, að fiskimiðin umhverfis landið voru í hættu sökum ofveiði, og nauðsyn bar til að takmarka veiðar með einhverjum hætti. Það kom í hlut lög- gjafans samkvæmt því valdi, sem þjóðin hefur falið honum, að takmarka nýt- ingu fiskimiðanna og setja almennar leikreglur um hagnýtingu þeirra. í skjóli fullveldisréttar ríkisins, sbr. nú 2.-4. gr. laga nr. 41/1979, og almennra vald- heimilda gátu handhafar löggjafarvalds sett reglur um meðferð og nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið, sem þeir og gerðu. Það gerði ríkið hins vegar ekki í krafti þess, að það væri eigandi fiskimiðanna í einkaréttarlegum skilningi, heldur sem handhafi lagasetningarvalds. í sambandi við þessa lagasetningu er mikilvægt að hafa í huga, að með henni varð ríkið hvorki eigandi hafsvæðanna við landið né þeirra fiskistofna, sem þar er að finna, enda var með lagasetningu þessari ekki lýst yfir eignarhaldi ríkisins á þeim verðmætum. Með þessum aðgerðum var löggjafinn fyrst og fremst að gegna þeirri frumskyldu sinni að skipa málum með mönnum í þjóðfélaginu, þegar þörf krafði, og að sjá til þess, að staðið væri við skuldbindingar, sem íslenska ríkið hefur gengist undir samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. m.a. 61. gr. hans. Þær almennu heimildir, sem menn höfðu fram að þessu haft til veiða á miðunum við landið og áður er lýst, stóðu því ekki í vegi, að slíkar reglur væru settar. Um stjómskipulegan rétt handhafa rflcisvaldsins til þess að grípa til slíkra ráðstafana er nærtækast að vitna til 69. gr. stjómarskrárinnar, eins og það ákvæði var við setningu fiskveiðistjómunarlaganna, en í því ákvæði sagði: Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til. Þessi heimild er orðuð með lítið eitt breyttum hætti í 75. gr. núgildandi stjómarskrár, þótt efnislega sé um sömu heimildina að ræða, en þar segir: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessufrelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. í 75. gr. stjómarskrárinnar (áður 69. gr.) eru sett tvenn skilyrði fyrir því, að bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna, þ.e. að slíkt sé gert með lögun og að almenningsheill krefji. Em þessi skilyrði hliðstæð því, sem um eignamám gildir að því þó frátöldu, að þriðja skilyrðinu fyrir lögmæti eignamáms, að fullar bætur komi fyrir, er hér sleppt. Skerðingar á atvinnufrelsi verða menn því að 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.