Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 54
hefðbundnum viðhorfum í lögfræði hagga dómstólar almennt ekki við slíku mati löggjafans. Um þetta á löggjafinn fullnaðarmat samkvæmt íslenskum stjómskipunarhefðum. Sjá til athugunar H 1937 322 (mjólkurframleiðandi), H 1964 960 (leigubifreiðarstjóri) og H 1988 1532 (leigubifreiðarstjóri). Það hefur aftur þá þýðingu, að kerfið sem slíkt stenst lögfræðilega. 6.7 Er forræði handhafanna yfir veiðiheimildum óafturkallanlegt? Þegar svo er komið málum, er eðlilegt að spurt sé, hvort með hinu nýja kerfi hafi handhöfum veiðileyfa verið fengið fullt og óafturkallanlegt forræði yfir þeim. Ber í því sambandi að hafa í huga, að eftir því sem lengri tími líður og hópur þeirra, sem nýtur tiltekinna réttinda eða heimilda verður þrengri og heim- ildir þeina í fastari skorðum, fara líkumar vaxandi fyrir því, að um stjómar- skrárvarða eign þeirra sé að ræða nema eitthvað annað komi til.22 Þegar leitað er svara við þessari spumingu, skiptir miklu máli, hvaða merking verður lögð í 1. gr. fiskveiðistjómunarlaganna, og skal næst að því hugað. 7. HVER ER MERKING ÞEIRRA ORÐA AÐ NYTJASTOFNAR Á ÍSLANDSMIÐUM SÉU SAMEIGN ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR? 7.1 Eignarréttur þjóðarinnar - Eignarréttur íslenska ríkisins Eins og áður segir er það tekið fram í 1. gr. fiskveiðistjómunarlaganna, að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Áður hafa verið leidd að því rök, að hvorki hafsvæðin við ísland né heldur fiskar og önnur dýr, sem þar kunna að finnast, geta verið undirorpin einstaklingseignarrétti ein- stakra manna. Þessi verðmæti geta ekki verið séreign nokkurs manns í skiln- ingi eignarréttarins né heldur í sameign nokkuina manna. Þá voru einnig færð að því rök hér að framan, að þjóðin sem slík, án nánari afmörkunar, geti ekki verið aðili eignarréttinda í hefðbundnum lögfræðilegum skilningi, hvorki að þessum réttindum né öðmm. Hér má til samanburðar velta fyrir sér merkingu þeirra orða 4. gr. laga nr. 59/1928 um friðun Þingvalla, að hið friðlýsta svæði á Þingvöllum skuli vera undir vemd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðar- innar. Það megi aldrei selja eða veðsetja. Hvað felst í þessum „eignarrétti“ og hvemig beitir þjóðin þeim eignarrétti? Því má undir það sjónarmið taka, sem Sigurður Líndal prófessor hefur áður haldið fram, að orðalagið sameign íslensku þjóðarinnar í 1. gr. laga nr. 38/1990 sé villandi, ef með því orðalagi er verið að gefa til kynna hefðbundinn einstaklingseignarrétt þjóðarinnar yfir þessum verðmætum.23 Þau verðmæti, sem hér um ræðir, geta ekki verið í eigu almennings eða þjóðarinnar sem slíkrar í hefðbundinni merkingu eignarréttarhugtaksins, eins og áður hefur verið rakið. 22 Gaukur Jörundsson: Um eignamám, bls. 80. 23 Sigurður Líndal: „Hvert er efnislegt inntak 1. ml. 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða". Úlfljótur, 3. tbl., 1995, bls. 198-199. 48

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.