Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 57
þeirra hagsmuna, sem íslenskir ríkisborgarar eiga í hafalmenningum við landið.
Með lagasetningunni er ríkisvaldið fyrst og fremst að leitast við að gegna þeirri
skyldu sinni að reyna að tryggja, að nýting auðlindarinnar komi þjóðarheildinni
sem mest til góða.
Annað mál er svo það, hvemig til hefur tekist við þá lagasetningu, sem nú er
í gildi. Umræðan í þjóðfélaginu síðustu misserin bendir til þess, að þar sýnist
sitt hverjum.
8. HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR FYRIRVARI 3. MÁLSL. 1. GR.
FISKVEIÐISTJÓRNUNARLAGANNA?
í 3. málsl. 1. gr. fiskveiðistjómunarlaganna segir, að úthlutun veiðiheimilda
samkvæmt þeim lögum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði
einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Þessu ákvæði var bætt inn í framvarp til
laganna við meðferð þess á Alþingi. Var það gert til áréttingar þeim ummælum,
sem fram koma í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins í upphaflegri gerð þess,
en þar sagði svo:
Enda þótt frumvarpið byggi á því, að fiskistofnamir verði skynsamlegast nýttir með
því að fela þeim, sem daglega starfa að fiskveiðum víðtækt ákvörðunarvald í þessum
efnum, má það ekki verða til þess, að með því verði talið myndast óafturkallanlegt
og stjómarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni.25
Og um þetta sagði þáverandi sjávarútvegsráðherra í framsöguræðu sinni, er
hann fylgdi frumvapi til laganna úr hlaði:
Ótímabundin lög em hið almenna form löggjafar á íslandi og þarfnast í sjálfu sér
ekki skýringar. Með því er sköpuð meiri festa og aðilum skapaðar forsendur til að
vinna eftir. Alþingi ætti þó ekki með þessu á nokkum hátt að binda hendur sínar til
frambúðar. Alþingi er með þessu á engan hátt að veita einstökum útgerðum óaft-
urkallanlegt og stjómarskrárvarið forræði yfir fiskistofnunum, eins og fram kemur í
athugasemdum við 1. gr. frv. Það hlýtur að vera ákvörðun Alþingis á hverjum tíma,
hvaða skipulag teljist best henta til að nýta fiskistofnana með hagsmuni heildarinnar
að leiðarljósi.26
Telja verður, að fyrirvari þessi í fiskveiðistjómunarlögunum hafi í fyrsta lagi
þau áhrif, að lögin verða miklu síður skilin á þann veg, að með þeim hafi verið
stofnað til stjórnarskrárvarins eignarréttar einstakra manna yfir veiðiheim-
ildum. Að þýðingu þessa verður nánar vikið síðar. I öðru lagi getur þessi yfir-
lýsing haft gildi sem leiðbeining um það, hvemig skýra skal önnur ákvæði lag-
anna og jafnvel ákvæði annarra laga. I fyrirvaranum felast þess vegna skilaboð
25 Alþt. 1989-1990, A, þskj. 609, bls. 2547.
26 Alþt. 1989-1990, Umræður, d. 3811.
51