Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 58
löggjafans til handhafa veiðiheimildanna um að stjómarskrárvemd veiðiheim- ildanna sætir ákveðinni takmörkun, þótt úthlutun skapi vissulega verðmæti í höndum þeirra, meðan núverandi stjómkerfi fiskveiða er við lýði. í þessu sam- bandi skal bent á dóm Hæstaréttar íslands frá 13. febrúar 1997 í málinu nr. 177/1996 íslandsbanki hf. gegn Sigurði Inga Ingólfssyni o.fl. og þrotabú Auðuns hf. gegn íslandsbanka hf. Hæstiréttur segir: Um nytjastofna á íslandsmiðum, heildarafla, úthlutun hans og yfirfærslu, gilda lög um stjóm fiskveiða nr. 38/1990. í 1. gr. laganna kemur fram, að nytjastofnar eru sam- eign íslensku þjóðarinnar. Ennfremur að úthlutun veiðiheimilda myndar ekki eignar- rétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Úthlutunin hef- ur engu að síður skapað verðmæti í hendi þess, sem hennar hefur notið. Réttindi til þeirra verðmæta eru hins vegar takmörkuð af ákvæðum þessara laga og aðgerðum stjómvalda, sem teknar eru samkvæmt þeim. Af öðrum sviðum réttarins verða ekki beinar ályktanir dregnar um þessi réttindi, svo sérstök sem þau em. Hér sýnist rétturinn vera að vitna til þess, að þó svo að úthlutun veiðiheim- ilda skapi verðmæti í höndum rétthafans, þá takmarkist rétturinn til verðmæt- anna ávallt af ákvæðum laganna. Þýðingarmest hlýtur í þessu sambandi sú tak- mörkun samkvæmt lögunum að vera, að úthlutuð veiðiheimild myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Segja má, að það sjónarmið, sem hér var rakið, komi enn skýrar fram í öðrum dómi Hæstaréttar, þ.e. í H 1993 2061. (Hrönn hf.) I dómi meirihluta Hæstaréttar segir m.a. svo: Aflahlutdeild skips ræður mestu um það magn, sem í þess hlut fellur. Er því um að ræða fémæt réttindi. Þeir, sem þeirra njótá, hafa ekki að lögum tryggingu fyrir því, að þeir geti síðar notað aflahlutdeildina til tekjuöflunar, en á grundvelli reynslu og spár um. hvað verða muni í fiskveiðum, eru kaúp engu að síður gerð, eins og þetta dómsmál sýnir. Hér kveður við sama tón hjá Hæstarétti og í hinu fyrra máli, sem vitnað var til. Því er játað, að úthlutuð veiðiheimild sé fémæt réttindi, sem gangi kaupum og sölum, en eigi að síður hafi menn ekki að lögum tryggingu fyrir því, að þeir geti síðar notað hana til tekjuöflunar. Vissulega ber að varast að draga of víðtækar ályktanir af einstökum dómsúr- lausnum. Hvert mál ber auðvitað að skoða í sínu eigin ljósi, en fram hjá því verður ekki horft, að í dómum þessum er það gefið til kynna, að þeir, sem fá veiðiheimild úthlutað, og þeir, sem festa kaup á úthlutuðum veiðiheimildum, búi við þá áhættu, að hin úthlutuðu og keyptu réttindi verði vegna ráðstafana ríkisvaldsins skert eða þau jafnvel afnumin og njóti við þær ráðstafanir tak- markaðrar stjómarskrárvemdar. Þetta er sú þýðing, sem fyrirvari 3. málsl. 1. gr. fiskveiðistjómunarlaganna hlýtur að hafa. Til styrkingar þessum fyrirvara er svo hin almenna stefnuyfirlýsing í upphafi lagagreinarinnar um sameign ís- lensku þjóðarinnar. 52

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.