Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 60
svæðum, bannað veiðarfæri og ákveðið hámarksafla og veiðitíma, gat hann og hlýtur að geta tekið gjald fyrir afnot auðlindarinnar. Vandséð er, að upptaka slíkra gjalda geti almennt leitt til bótaskyldu ríksins. Til þess að úrræði sem þetta verði tekið upp, verða þó að sjálfsögðu að vera pólitískar og efnahagslegar forsendur til staðar. Stjómarskráin og aðrar laga- reglur standa því ekki í vegi. I þessu sambandi skal bent á kísilgúrverksmiðjuna við Mývatn. Það er bæði heimilt að láta hana greiða leigugjald fyrir afnot auð- lindarinnar í almenningi Mývatns og skattleggja þann hagnað, sem rekstur hennar skilar. 9.4 Löggjafinn getur lagfært núverandi kerfi í fjórða lagi getur löggjafinn gert ýmsar breytingar eða öllu heldur lagfær- ingar á núverandi kerfi, ef það er mat manna að kerfið þarfnist lagfæringar. Það hefur löggjafinn t.d. gert með því að taka af skarið í nýjum lögum um samn- ingsveðsetningar, að aflaheimildir fiskiskipa verði ekki veðsettar, sbr. 3. gr. laga nr. 75/1997. Með sama hætti getur löggjafinn kveðið á um framsal, leigu og erfðir á veiðiheimildum, og um stöðu þeirra við skilnað milli hjóna svo einhver dæmi séu nefnd. Eins getur löggjafinn kveðið á um skattalega meðferð veiðiheimilda í rekstri fiskveiðifyrirtækja. Skal í því sambandi bent á lög nr. 118, 22. desember 1997 um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981, með síðari breyt- ingum. Þá getur löggjafinn sett reglur um hámark á kvótaeign einstakra aðila, en frumvarp þess efnis hefur nýlega verið lagt fram á Alþingi. Með sama hætti verður að ætla, að löggjafinn geti rýmkað þann hóp, sem rétt á til úthlutunar veiðiheimilda, þ.e. bætt nýjum aðilum í hópinn eftir málefna- legum sjónarmiðum. Þannig verður ekki séð, að lög standi því í vegi, að tekinn verði upp í einhverju formi byggðakvóti, svo eitthvert dæmi sé nefnt. 10. MEÐ HVAÐA HÆTTI TAKMARKAST VALD LÖGGJAFANS TIL ÞESS AÐ BREYTA NÚVERANDI KERFI ? Hér að framan var komist að þeirri niðurstöðu, að löggjafmn hafi rúmar heimildir til að breyta núverandi íyrirkomulagi um stjómun fiskveiða. Jafnframt var þess getið, að löggjafanum væm samt sem áður ákveðnar skorður settar við slíkar breytingar. Kemur þá næst til skoðunar, hverjar þær hömlur em, og verður í því sambandi aðallega staðnæmst við ákvæði 72. og 75. gr. stjómarskrárinnar. Eins og áður segir hafa atvinnuréttindi verið skilgreind svo, að með þeim sé átt við heimildir manna til að stunda áfram þau störf, sem þeir hafa tekið upp, en stundum einnig þau störf, sem menn hafa fengið sérstakt leyfi eða löggild- ingu stjómvalda til að stunda. Þeir, sem við útveg starfa í núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi á grundvelli úthlutaðra leyfa frá ríkisvaldinu, hafa komið sér upp sérhæfðum atvinnutækjum og lagt efnahagslegt öryggi sitt þar undir. Fer ekki á milli mála, að réttur manns til slíkrar atvinnu, sem hann hefur stundað 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.