Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 67
í réttarfarslögum er gert ráð fyrir því að málsaðilar geti aflað sérfræðilegra
álitsgerða og í sumum tilvikum dómari.2 Slíkar álitsgerðir eru yfirleitt byggðar
á ákveðnum rannsóknum eða öðrum athugunum. Dæmi um þess háttar sönnun-
arfærslu eru rannsóknir til að upplýsa faðemi bams, sbr. 47. og 48. gr. bama-
laga m. 20/1992 og rannsóknir sem fram fara í þeim tilgangi að upplýsa saka-
mál, sbr. 70. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991.
Sérfræðilegar álitsgerðir eða rannsóknir geta haft veruleg áhrif á úrlausn
málsins. Og sérfræðilegar rannsóknir geta líka haft áhrif á málareksturinn. Það
á t.d. við þegar niðurstöður rannsókna veita fullkomna sönnun fyrir því hvemig
tilteknum atvikum eða atriðum er háttað. Við þær aðstæður verður frekari sönn-
unarfærsla óþörf.
2. DNA-RANNSÓKNIR
A síðari ámm hefur ákveðin tegund sérfræðirannsókna fengið aukið vægi við
rekstur og úrlausnir tiltekinna dómsmála. Er þar um að ræða svonefndar DNA-
rannsóknir.3 Þær geta skorið úr um ákveðin atriði svo sem um faðemi bams.
Einnig er unnt að beita þeim til að staðreyna hvort tiltekið lífssýni4 er úr
ákveðnum einstaklingi eða ekki. DNA-rannsóknum er því oft beitt í faðemis-
málum og þær geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki við að upplýsa sakamál.
Ef lífssýni hefur fundist á vettvangi þar sem glæpur hefur verið framinn er í
sumum tilfellum unnt að beita DNA-rannsókn í þeim tilgangi að fá úr því
skorið hvort það er úr ákveðnum einstaklingi eða ekki. Greining á sýni með
DNA-rannsóknum getur þannig gefið mikilvægar upplýsingar um hvaðan það
er komið. Stundum leiðir rannsókn í ljós að lífssýni geti ekki verið frá tilteknum
einstaklingi komið.
Lífssýni sem notuð em til DNA-rannsókna í þeim tilgangi sem hér að framan
er lýst era alltaf komin úr einhverjum einstaklingi eða einstaklingum. Sýnið
getur verið þannig til komið að það hefur fundist á vettvangi eða það hefur verið
tekið úr ákveðnum einstaklingi eða úr blóði eða öðra lífefni sem frá honum er
komið.5 Þar sem DNA-erfðaefnið er fyrir hendi í flestum framum líkamans
skiptir yfirleitt ekki máli úr hvaða lífssýni viðkomandi einstaklings efnið er
tekið.
2 Dómari getur í tilteknum tilfellum ákveðið að fram fari sérfræðilegar rannsóknir, sbr. t.d. 47. gr.,
48. gr. og 60. gr. bamalaga nr. 20/1992, en meginreglan er sú að málsaðilar afli gagna en ekki
dómari. í því samhengi sem hér um ræðir skiptir ekki máli hvort dómari eða málsaðili hefur látið
slíka sönnunarfærslu fara fram.
3 DNA stendur fyrir deoxyribonucleic acid (deoxyrfbosakjamasýra).
4 Lífssýni getur t.d. verið blóð, sæði, munnvatn, húð- og vefjaragnir og hárrót.
5 Stundum kemur fyrir að foreldri er ekki til staðar til að taka úr því sýni, t.d. ef það er látið eða
ekki er unnt að ná til þess. Nægir þá að rannsaka lífssýni ef það er fyrir hendi en það má stundum
fá úr lífssýnabanka eða -bönkum. Ef upp kemur sú staða að ekki er unnt að taka sýni úr viðkomandi
einstaklingi má beina fyrirspum til Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði um það hvort fá megi
sýni hjá henni. Ef svo er má gera viðeigandi rannsóknir að öðrum skilyrðum uppfylltum.
61