Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 68
Aðalkostir þess að beita DNA-rannsóknum við úrlausnir dómsmála eru tveir. I fyrsta lagi eru niðurstöður rannsóknanna taldar öruggar og í öðru lagi er unnt að beita slíkum rannsóknum þótt aðeins sé fyrir hendi lítið magn af sýni. Ókost- urinn er hins vegar sá að rannsóknimar geta tekið of langan tíma. Nýlegar að- ferðir hafa þó leitt til þess að úrlausnum er unnt að hraða. Þannig getur rann- sókn tekið aðeins einn til tvo daga í stað þriggja vikna með eldri aðferð.6 DNA-rannsóknir fara þannig fram að tekin era ákveðin lífssýni sem nota á við rannsóknina. Úr hverju þeirra er erfðaefnið DNA einangrað en það er gert með því að nota ákveðna búta úr litningum, svokallaða DNA-búta. Bútamir einkennast af nokkurs konar mynstri sem greina má með rafdráttarhlaupi en það er hlaup sem rafstraumi er hleypt á. Við það ferðast DNA-bútamir eftir stærð sinni og raðast í mynstur. Mynstrin era sett á röntgenfilmu en þau koma út á líkan hátt og strikamerki sem sett eru á vörar í verslunum. Úr merkjunum má lesa þau einkenni sem hver einstaklingur hefur og era sérkennandi fyrir hann. DNA-erfðaefnið er ævinlega í pörum í frumunni, helmingur frá föður og helmingur frá móður. Við skoðun sést að pörin eru ólík, ákveðin einkenni fylgja móðurlitningum og ákveðin einkenni föðurlitningum.7 Þau einkenni sem koma fram á sitt hvora litningapari era oft nefnd samsætur eða erfðasamsætur. Þegar DNA-erfðaefnið hefur verið einangrað eru erfðamörkin8 greind. Þau eru síðan borin saman, þ.e. þau erfðamörk sem greind hafa verið hjá einstakl- ingnum og þau erfðamörk sem koma fram í sýninu sem rannsóknin beinist að. Þannig er unnt að sjá hvort DNA-erfðaefnið sem einangrað hefur verið úr báð- um sýnum er úr sama einstaklingi eða úr mismunandi einstaklingum. Ef fram kemur sama mynstur hefur rannsóknin leitt í ljós að viðkomandi sýni samræm- ist því að vera úr þessum tiltekna einstaklingi. Einnig er hægt að sjá með sam- anburði á erfðaeinkennum sem fram koma hjá bami og foreldrum þess hver þau DNA-einkenni eru sem bamið hefur erft frá föður og hver frá móður. Forsenda fyrir þessum greiningum er sú að DNA-erfðaefnið er nákvæmlega eins uppbyggt í öllum framum sama einstaklings en uppbygging þess er önnur í öllum öðrum einstaklingum. Einstaklingar sem eru mjög skyldir geta þó haft líka DNA-uppbyggingu, þ.e.a.s. þeir geta haft einhverjar sömu samsætur, en þær era aldrei allar eins. Aðeins ef um er að ræða eineggja tvíbura geta allar samsætur þeirra verið eins.9 Vegna þess að einstaklingur getur þó haft einhverja sömu DNA-uppbyggingu og ótilgreindir aðrir einstaklingar er nauðsynlegt að mæla nokkur erfðamörk.10 Við venjulega DNA-rannsókn er þó aðeins mældur 6 Sbr. Garde bls. 4. 7 „Sekur eða saklaus? DNA-fingrafarið“. Sæmundur á Selnum bls. 39-40. 8 „Erfðamark er prótein eða erfðaefni sem gefa upplýsingar um arfgerð einstaklings". Sigurður Ingvarsson o.fl. bls. 126. 9 Þetta kemur t.d. fram hjá Garde á bls. 3 og hjá Neufeld o.fl. á bls. 22 en þar segir: „Certainly the underlying theory-that no two people, except for identical twins, have the identical DNA - is unquestioned". 101 álitsgerðum er stundum talað um að mæla nokkur erfðakerfi. 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.