Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 70

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 70
3. HVERJAR ERU TAKMARKANIR DNA-RANNSÓKNA? Mikilvægt er að allir þeir sem koma að rekstri og úrvinnslu dómsmála geri sér grein fyrir því að DNA-rannsóknir sem notaðar eru í þeim tilgangi að upp- lýsa mál hafa nokkrar takmarkanir. Venjuleg DNA-rannsókn í sakamáli gerir í raun ekkert annað en staðfesta að tiltekið sýni sé úr tilteknum einstaklingi eða að það sé ekki úr honum. En þannig niðurstaða fæst þó ekki nema að vissum skilyrðum uppfylltum. Til að útskýra betur ýmsar takmarkanir DNA-rannsókna við að upplýsa mál verða nú rakin nokkur dæmi. I fyrsta lagi verður sýnið sem nota á að vera fullnægjandi. Það þarf t.d. að vera hreint lífssýni í nægjanlegu magni. Rannsókn á lífssýni sem blandast hefur lífssýnum úr öðrum einstaklingi eða einstaklingum getur haft þau áhrif að erfitt eða útlokað er að bera erfðaefnin saman. Sama á við ef sýni hefur orðið fyrir smiti frá utanaðkomandi efni. Ef sýni er blandað eru allt eins líkur á því að fram komi við rannsóknina erfðaefni frá öðrum en þeim sem sætir rannsókninni. Niðurstöður DNA-rannsóknarinnar verða því ekki marktækar. Ef sýni er í tak- mörkuðu magni er t.d. hætta á að ekki verði unnt að endurtaka rannsóknina en slíkt getur verið nauðsynlegt hafi verið erfitt að greina erfðaefnið með nægjan- lega mikilli vissu.11 Einnig er hætta á því þegar sýni er í takmörkuðu magni að ekki verði hægt að einangra og mæla nægjanlega mörg erfðamörk. Með svo- kallaðri PCR-aðferð (Polymerase Chain Reaction) er þó unnt að fjölfalda DNA- erfðaeigindimar sem gerir mælingu mögulega þrátt fyrir takmarkað magn sýn- isins sem ella væri ekki möguleg. Það breytir þó ekki því að til þess að niður- stöður rannsóknarinnar verði ömggar er oftast nauðsynlegt að mæla nokkur erfðamörk. Venjulega eru mæld fjögur til fimm erfðamörk vegna þess að talið er nánast útilokað að tveir einstaklingar hafi í litningunum svo margar sörnu erfðasamsætur sem fram koma með athugun á erfðamörkunum. Því má segja að takist aðeins að mæla eitt til tvö erfðamörk í tilteknu lífssýni geti það veikt áreiðanleika rannsóknarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar þurfa þó í því tilfelli ekki að vera rangar. Ekki er heldur alltaf nauðsynlegt að mæla fleiri erfðasamsætur vegna þess að erfðaeinkennin eru missjaldgæf. Ef mældar eru erfðasamsætur sem em fátíðar er síður þörf á að mæla margar þeirra. I öðru lagi er ekki unnt að staðfesta að tiltekið lífssýni sé úr ákveðnum ein- staklingi nema hann sé til staðar þannig að unnt sé að taka lífssýni úr honum til samanburðar. Ef lífssýni finnst á vettvangi glæps er ekki unnt að mæla úr hverjum það er nema með samanburði á erfðaefni sem fengið er úr ákveðnum einstaklingi. Þegar hinn meinti brotamaður er þekktur má taka úr honum blóð og bera saman við erfðaefnin í lífssýninu sem fundist hefur á vettvangi. Ef hins 11 Neufeld o.fl., bls. 23: „Hence, it can become difficult indeed to declare with confidence that one band matches another. What is worse, forensic samples are often limited in amount and so cannot be retested if ambiguities arise“. 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.