Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 71
vegar enginn er grunaður og þar með enginn til staðar til að bera saman við erfðaefnið í sýninu er DNA-rannsókn gagnslaus við að upplýsa málið.12 I þriðja lagi leysa niðurstöður DNA-rannsóknar ekki endilega úr því hver hefur framið það brot sem um ræðir. Þótt lífssýni finnist á vettvangi og þótt unnt sé að gera viðeigandi greiningar og samanburð er ekki þar með sagt að með því verði unnt að sanna hvað hefur gerst eða hver atburðarásin hefur verið. Sem dæmi má nefna það tilfelli að lögreglumaður og meintur brotamaður slasast þannig að þeir missa báðir blóð þar sem glæpur hefur verið framinn. Þótt ekki takist að greina erfðaefni úr brotamanninum í blóðsýninu sem finnst á vettvangi heldur aðeins úr lögreglumanninum hefur rannsóknin ekki leitt í ljós að lög- reglumaðurinn hafi framið glæpinn. Og það veitir heldur enga sönnun fyrir því að brotamaðurinn sé saklaus. Þótt lífssýni finnist úr einhverjum öðrum en meintum sakbomingi er ekki þar með sagt að sakbomingurinn hafi ekki framið brotið. Nefna má mörg slík dæmi þar sem niðurstöður DNA-mælinga veita nán- ast 100% vissu fyrir því að tiltekið lífssýni sé úr ákveðnum einstaklingi, eða að það sé ekki úr honum, en þær gefa samt sem áður ekki til kynna hver málsat- vikin em. Hugsanlega er unnt að upplýsa málið með öðmm hefðbundnum sönnunaraðferðum. Hins vegar gæti skortur á sönnun leitt til þess að sakbom- ingurinn verði sýknaður í málinu. Mikilvægt er að ekki verði dregnar rangar ályktanir um atburðarásina af niðurstöðum DNA-greininga eins og sést af dæm- inu hér að framan. í fjórða lagi getur komið fyrir að gerð em mistök við rannsóknina eða hún er ónothæf af sambærilegum ástæðum. Stundum koma t.d. upp vandamál við meðferð sýna. Sýni geta hugsanlega ruglast, blöndun getur orðið á sýnum, sýni getur orðið fyrir utanaðkomandi smiti eða greiningin getur mistekist. Einnig geta komið fram villur í greiningu en þær má stundum leiðrétta með tæknileg- um aðferðum eða aðgerðum. Þegar upp kemur vafi um niðurstöður DNA-grein- inga skiptir máli hvort unnt er að endurtaka rannsóknina. í bamsfaðemismálum má alltaf taka ný blóðsýni13 og endurtaka DNA-rannsóknina. Þessu ættu ekki að fylgja nein sérstök vandamál. í sakamálum er þetta ekki alveg jafn einfalt þar sem t.d. takmarkað magn sýnisins getur komið í veg fyrir að mæling verði endurtekin.14 Nýtt sýni þarf ekki að vera eins og fyrra sým en það er ekki eins nema bæði sýnin séu úr sama einstaklingi. Niðurstöður úr síðari rannsókninni þurfa því ekki endilega að vera staðfesting á því að fyrri rannsóknin hafi verið röng. Hinar mismunandi niðurstöður segja e.t.v. ekki annað en það að ólík sýni hafi verið mæld í hvorri rannsókninni fyrir sig. Því er ekki unnt að segja að önnur rannsóknin hafi verið röng og hin rétt. Báðar geta verið réttar. Því verður 12 Það væri þó mögulegt ef til væri gagnabanki með lífssýnum úr öllum þeim sem hugsanlega koma til greina. 13 DNA-erfðaefnið er alltaf eins í hinu nýja blóðsýni og í því fyrra hafi það verið tekið úr sama einstaklingi. 14 Sjá neðanmálsgrein 11. 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.