Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 72
þó ekki slegið föstu nema um hafi verið að ræða endurtekna rannsókn með lífs- sýnum úr sama einstaklingi eða sömu einstaklingum og voru mæld í fyrri rann- sókn. Ekki verða rakin fleiri dæmi að sinni um vandamál sem geta komið upp varðandi notkun DNA-rannsókna í dómsmálum enda ekki ætlunin að hér komi fram tæmandi talning á þeim. I stuttu máli má þó segja að helstu vandamál komi upp í fyrsta lagi ef lífssýni eru ónothæf til DNA-greininga, í öðru lagi ef ekki hefur verið beitt réttum aðferðum við meðferð sýna og DNA-greiningu á þeim og í þriðja lagi ef hætta er á því að annar einstaklingur en sá sem rannsókn sætir hafi sömu erfðaeinkenni og þau sem notuð voru við greininguna. Sum þessara vandamála eru tæknilegs eðlis og í raun langt fyrir utan svið lögfræð- innar. Umfjöllun um þau á þess vegna ekki heima í tímaritsgrein sem þessari. Hins vegar hefur verið bent á nokkur augljós vandamál sem þessum rannsókn- um tengjast og hvers vegna niðurstöður þeirra geta verið ónothæfar sem sönn- unargögn um málsatvik sem lögð verða til grundvallar í dómsúrlausnum. 4. DÓMUR HÆSTARÉTTAR FRÁ 1. FEBRÚAR 1996 í MÁLI NR. 24/199615 í máli þessu var sakbomingurinn ákærður fyrir að hafa tiltekna nótt þröngvað konu til holdlegs samræðis. Niðurstaða héraðsdómsins var sú að ekki þætti var- hugavert að telja sannað að ákærði hefði framið brotið. I röksemdum dómsins fyrir niðurstöðunni kemur fram að áverkar á konunni samkvæmt læknisvottorði styddu framburð hennar um að kynmökin hafi verið gegn vilja hennar og að ákærði hafi beitt hana harðræði. Fleiri atriði studdu einnig framburð konunnar að mati héraðsdóms. Þá er þess einnig getið í niðurstöðum dómsins að konan hafi afhent lögreglumönnum sem komu á staðinn smokk sem hún kvaðst hafa fundið á gólfinu þar sem brotið var framið. Niðurstaða úr DNA-rannsókn sem fram fór af þessu tilefni á frumulíffræðideild Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði hafi sýnt að yfirgnæfandi líkur væru á því að sæði það sem greindist í smokknum hafi verið úr ákærða. Þegar málið kom til meðferðar fyrir Hæstarétti höfðu borist niðurstöður úr DNA-rannsókn sem fram fór í Rettsmedisinsk Institutt í Osló en þær lágu ekki fyrir þegar héraðsdómurinn gekk. í dómi Hæstaréttar er bein tilvitnun í bréf Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði sem fjallar um niðurstöður norsku rannsóknarinnar. Þar kemur fram að sýni sem tekið var frá ytra byrði smokks samrýmdist því að vera komið frá kæranda en sæði sem fannst inni í smokknum gæti ekki samrýmst því að stafa frá ákærða. Rannsóknin hafi verið endurtekin til sannprófunar á niðurstöðum en nýtt blóðsýni úr ákærða hafði verið sent rannsóknarstofunni af því tilefni. Ennfremur kemur fram að ekki breytti það þeirri niðurstöðu um útilokun ákærða frá því að eiga sæðið sem fannst í 15 Dómurinn er í dómasafni Hæstaréttar 1996, bls. 350. 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.