Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 79

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 79
það ofmetnaður af mér, sem aðeins gisti fáein misseri í Svíaríki, að gera grein fyrir jafn viðurhlutamiklu fyrirbæri og sænsku dómstólakerfi en ég hef mér það til afsökunar að hér verður aðeins reynt að gera grein fyrir grunnþáttum kerfis- ins í þeirri von að það nægi mönnum til nokkurs skilningsauka. 1. INNGANGUR Þótt sænskt dómskerfi sé reist á sömu grundvallarsjónarmiðum og það ís- lenska hefur skipan þess orðið með öðrum hætti en hér. Má raunar fullyrða að dómskerfi þjóðanna séu undarlega ólík þegar til alls er litið. Varla þarf að tíunda það að tvö dómstig eru á íslandi, héraðsdómstólar og Hæstiréttur íslands. Hjá Svíum eru dómstigin þrjú, undirréttur, millidómstig og hæstiréttur. Arið 1972 voru sett ný lög um dómsmálaskipan í Svíþjóð. Hin forna skipan dómstóla með héraðsdóma og ráðhúsdóma, sem hafði verið við lýði frá því á miðöldum, var þá aflögð og greinast sænskir dómstólar nú í þrennt; það sem ég hef kosið að kalla almenna dómstóla, almenna stjómsýsludómstóla og sérdómstóla. Almennu dómstólamir em Tingsrátt (almennur undirréttardóm- stóll) Hovrátt (almennur millidómstóll) og Högsta domstolen (Hæstiréttur). Al- mennu stjómsýsludómstólamir eru Lánsrátt (Lénsréttur), Kammarrátt (Kam- marréttur) og Regeringsrátten (æðsta dómstig stjómsýsludómstóla). Sérdóm- stólamir em fjölmargir á ýmsum sviðum og em engin tök að gera þeim viðhlít- andi skil hér, en þó verður gerð örlítil grein fyrir þeim helstu. 2. DÓMSTÓLAR 2.1 Almennir dómstólar Við almennu dómstólana er Tingsrátt lægsta dómstigið, Hovrátt er millidóm- stigið og Högsta domstolen er efsta dómstigið, eins og einhvem býður sjálfsagt í grun. Hlutverk almennu dómstólanna er frábmgðið hlutverki almennu stjóm- sýsludómstólanna og felst meginhlutverk þeirra í að leysa úr ágreiningi ein- staklinga í millum, svo og úrlausn refsimála. í Svíþjóð em starfandi 97 al- mennir undirréttardómstólar og þar starfa 600 lögfræðingar. Úrlausnum undir- réttardómanna er hægt að áfrýja til millidómstóla, en það er þó þeim skilyrðum háð að gefið sé út sérstakt leyfi til áfrýjunar (dispens) sem áfrýjunardómstóllinn gefur þá út. í stómm dráttum er hægt að segja að áfrýjunarleyfi þurfi til þess að millidómstóll taki mál til meðferðar, ef stefnufjárhæð í einkamálum nær ekki 36.000 sænskum krónum. í opinberum málum þarf áfrýjunarleyfi ef refsing er í formi sektagreiðslu, eða ef sýknað hefur verið af broti, þar sem refsing er ekki yfir sex mánaða fangelsi. Að auki þurfa að vera fyrir hendi aðrar ástæður og í sænsku réttarfarslögunum er kveðið á um að Hovrátt gefi aðeins út áfrýjunar- leyfi ef ástæða er til að ætla að hann breyti niðurstöðu undirréttarins, eða að mikilvægt sé frá almennu sjónarmiði að málinu sé skotið til æðra dómstigs, til dæmis í málum sem orðið geta fordæmisgefandi, eða að fyrir hendi séu að öðru leyti sérstakar ástæður sem réttlætt geti að áfrýjunarleyfi verði gefið út. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.