Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Síða 81
2.3 Sérdómstólar
I sérdómstólum koma til úrlausnar mál frá ólíkum sviðum samfélagsins. Sér-
dómstólar hafa verið settir á fót þar sem ákveðin þörf hefur legið fyrir um sér-
staka fagþekkingu til þess að leiða til lykta ágreiningsmál innan vissra réttar-
sviða. Fáein dæmi um sænska sérdómstóla eru Vinnudómstóllinn (Arbetsdom-
stolen), Markaðsdómstóllinn (Marknadsdomstolen), sjö sjóréttardómstólar, að
ógleymdum hinum sex vatnadómstólum sem m.a. skera úr ágreiningi um rétt-
indi yfir vatni og rétt til byggingar mannvirkja við vötn og í vötnum. Dómum
nokkurra sérdómstólanna, svo sem vinnudómstólsins og markaðsdómstólsins
verður ekki áfrýjað.
2.4 Dómstólaráð
Stjómsýsla almennu dómstólanna og almennu stjómsýsludómstólanna er í
höndum dómstólaráðs, (Domstolsverket). I ráðinu sitja 10 meðlimir og velur
ríkisstjómin einn til að vera formann ráðsins. Hlutverk dómstólaráðsins er að
vera ráðgefandi og leiðbeinandi fyrir dómstólana, samhæfa starfsemi þeirra og
gæta þess að dómstólamir starfi á ömggan og áhrifarrkan hátt. í reglugerð um
Domstolsverket er sérstaklega tekið fram að með tilliti til þess sjálfstæðis sem
dómstólum sé tryggt samkvæmt stjómarskrá sé ekki í þess verkahring að
ákvarða á nokkum hátt hvemig deila eigi verkefnum milli einstakra dómara og
er gert ráð fyrir að dómstólamir sjálfir séu alveg óháðir dómstólaráði í dómsúr-
lausnum sínum.
Hér má geta þess sérstaklega, vegna ákvæða í framkomnu frumvarpi til dóm-
stólalaga hér á landi um að flytja megi íslenska dómara gegn vilja þeirra á milli
dómstóla, að í Svíþjóð er litið á það sem hluta af sjálfstæði dómara að þeir verði
ekki fluttir milli staða mót vilja þeirra, nema því aðeins að nauðsynlegt sé af
skipulagsástæðum og þá aðeins til staðar sem sambærilegur er þeim sem þeir
flytjast frá.
3. DÓMARAR
3.1 Embættisdómarar og leikmannadómendur
Frá fomu fari réð sú skipan í Svíþjóð að körlum úr bændastétt var falið að
taka virkan þátt í meðferð dómsvaldsins og valdi dómarinn þá sem honum leist
á til þess, en síðar breyttist sú tilhögun og málsaðilar fengu sjálfir að skipa dóm.
Gildir sú gróna hefð enn að óbreyttum borgurum er falið að fara með stóran
hluta dómsvalds og það jafnt konum sem körlum, en sú breyting hefur orðið á,
að nú eru þeir valdir pólitískt innan sérhvers sveitarfélags. Þessir leikmanna-
dómendur em kallaðir námndemán og taka virkan þátt í störfum undirrétta og
millidómstóla. Við hina 97 undirréttardómstóla í Svíþjóð starfa 6000 leik-
mannadómendur og 1000 leikmannadómendur starfa í tengslum við hina 24
lénsrétti Svíþjóðar. Nokkru færri leikmannadómendur starfa við millidómstól-
ana, en einvörðungu embættisdómendur dæma við æðstu dómstigin, Högsta
domstolen og Regeringsrátten.
75