Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 5
og stjórnmálaleg réttindi, sem var fullgiltur af íslands hálfu 22. ágúst 1979 (Stjórn- artíðindi C nr. 10/1979) og fyrrnefnds alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. I samræmi við það, sem að ofan greinir, er fallist á þá kröfu gagnáfrýjanda, að viðurkennt verði að óheimilt hafí verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert er í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. I niðurstöðu minnihlutans segir hins vegar: Af öllu þessu verður örugglega ráðið, að löggjafinn sé bær til að meta, hvernig tekjur maka örorkulffeyrisþega komi til skoðunar, þegar þeirri skyldu stjórnarskrárinnar er fullnægt að tryggja þeim öryrkjum lögbundinn rétt til aðstoðar, sem ekki geta nægi- lega séð fyrir sér sjálfir. Ekki eru efni til, að dómstólar haggi því mati, enda hefur ekki verið sýnt fram á með haldbærum rökum, að staða öryrkja í hjúskap geti vegna tekna maka orðið á þann veg, að stjórnarskrárvarinn réttur þeirra til samhjálpar sé fyrir borð borinn (leturbreyt. höf.). Alþingi var þannig fyllilega innan valdheimilda sinna, þegar það ákvað í 17. gr. laga nr. 117/1993 um almanna- tryggingar, sbr. lög nr. 149/1998, að tekjur maka gætu haft áhrif á tekjutryggingu ör- yrkja til lækkunar. Á málþingi Lögfræðingafélags íslands um mörk löggjafarvalds og dóms- valds, sem haldið var 28. september sl., var á það bent af einum fyrirlesaranna, Ragnhildi Helgadóttur doktorsnema, að svo virtist sem ekki hefði reynt á það fyrr en í öryrkjamálinu hvort lög samrýmdust 76. gr. stjómarskrárinnar og væri dómurinn að því leyti nýjung, en fæli ekki í sér fráhvarf Hæstaréttar frá fyrri stefnu. Þá benti sami fyrirlesari á það sem fram kemur í atkvæði minnihlutans að hann virðist leggja mat á það hvort almannatryggingalögin hafi brotið í bág við stjórnarskrána, sbr. þá málsgrein í minnihlutaatkvæðinu sem er feitletruð hér að framan. Nú ber að fara sparlega með skýringar en ekki virðist fjarri lagi að niðurstaða beggja hluta Hæstaréttar sé í raun sú að gefa stjómarskrárákvæðunum efnisinn- tak. Meirihlutinn telji hins vegar þá bótafjárhæð sem um var deilt neðan ein- hverra ákveðinna marka en minnihutinn ofan þeirra sömu marka eða einhverra annarra. Það er ekkert sem segir að löggjafanum beri að vera góður við alla, hann má vera vondur almennt og vondur við suma, a.m.k. innan vissra marka. Sé fá- ránlegt dæmi tekið og sagt sem svo að löggjafinn hefði ákveðið að bætur til ör- yrkja í hjúskap skyldu nema kr. 1.000 á mánuði, klippt og skorið. Væri ör- yrkjum í þeirri stöðu engin vörn í stjórnarskránni? Það er ljóst að dómur meirihluta Hæstaréttar hefði gengið á sama veg og ekki verður betur séð en í því tilviki hefði minnihlutinn að öllum líkindum verið á sama máli. Væri svo þá hlýtur að mega skilja dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu á þann veg að allir dómendur, sem sátu í dóminum í því máli, telji Hæstarétti heimilt að ákvarða 153
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.