Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 12
(i) umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem lögð er til, (ii) öll umtalsverð umhverfisáhrif sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, verði af framkvæmdinni, (iii) aðra kosti en þann sem lagður er til, (iv) sambandið á milli staðbundinnar, skammtíma notkunar á umhverfi mannsins og viðhalds og aukningar á langtíma framleiðslu þess, og (v) alla óafturkræfa og óbætanlega notkun auðlinda sem framkvæmdin mun varða verði hún framkvæmd. Framkvæmdin samkvæmt NEPA lögunum hefur verið með þeim hætti að hlutverk dómstóla hefur einkum verið að skera úr um skyldu til að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna tiltekinna framkvæmda og hvort upplýs- ingar í matsskýrslum hafi verið fullnægjandi og hafa dómstólar haft afgerandi áhrif á þróun þeirra viðmiða og meginreglna sem mat á umhverfisáhrifum byggir á.12 Jafnframt hefur mat á umhverfisáhrifum samkvæmt ofangreindum lögum leitt til þess að í einhverjum tilvikum hefur verið hætt við áætlaðar fram- kvæmdir vegna þess að mat á umhverfisáhrifum hefur staðfest umtalsverð um- hverfisáhrif þeirra en meirihluti framkvæmda hefur sætt breytingum í kjölfar rnats á umhverfisáhrifum.13 Athyglisvert er að dómsmálum vegna mats á um- hverfisáhrifum samkvæmt NEPA lögunum hefur fækkað.14 Upplýsingar sem þessar eru teknar hér með varúð. Þó reynist vera sambærilegt hlutfall á milli fjölda framkvæmda sem koma ti! mats og þeirra dómsmála sem hafa gengið. Þessar upplýsingar geta gefið vísbendingu um margt, m.a. meiri reynslu í gerð mats á umhverfisáhrifum, minni áhuga almennings á umhverfismálum, betri umhverfislöggjöf almennt séð, o.fl. Ohætt er að segja að NEPA lögin hafi haft afgerandi áhrif á þróun löggjafar víðs vegar, þar með talið á lög alþjóðlega lagakerfisins sem og einstakra ríkja, ekki síst vegna hnitmiðaðra markmiða sem löggjöfin kveður á um og þeirra al- mennu lagasjónarmiða sem þar er að finna og varða umhverfismál, m.a. mat á umhverfisáhrifum og innihald matsskýrslu. 12 Sjá hér C. Wood þar sem hann fjallar um framkvæmdina í Bandaríkjunum. Hann segir á bls. 24 og byggir álit sitt á P. L. Callies: Regulating Paradise: Land Use Controls in Hawaii. University of Hawaii Press. Honolulu 1984: „NEPA nowhere provides for the termination of a major federal action because of the environmental consequences, but actions in the courts have stalled or stopped such projects if their consequences have not been properly documented'f Einnig skal bent á um- fjöllun S. Westerlund unt þessi atriði í „Genuine Environmental Impact Assessment (EIA) and a Genuine EIA Concept" í Miljökonsekvensbeskrivning - i ett ráttsligt perspektiv, ritstjóri E.M. Basse. Nerenius & Santérus Förlag, GAD Jura 1995, Svensk Upplaga, Graphic Systems, Stock- holm 1997, bls. 101-128. 13 C. Wood, bls. 24. 14 Ibid., bls. 24-27. Wood byggir á W. Dickerson og J. Montgomery: „Substantive scientific and technical guidance of NEPA analysis: pitfalls in the real world". The Environmental Professional 15: 7-11, 1993. 160
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.