Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 22
Af ofangreindu leiðir að leitast verður við að finna bestu lausnina, bestu hönnunina, bestu tæknina, o.s.frv., sem á raunhæfan og löglegan hátt getur minnkað eða komið í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif. f mörgum tilvikum er hægt að beita mótvægisaðgerðum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem að ein- hverju leyti draga úr eða minnka umhverfisáhrif, oft að því marki að umhverf- isáhrifin, jafnvel þótt mikil séu, verði ásættanleg til langs tíma litið, sérstaklega ef efnahagslegur ávinningur (í víðtækri merkingu) af viðkomandi framkvæmd- um er viðunandi. Liggi fyrir hlutlæg lýsing og mat á umhverfisáhrifum tiltek- innar framkvæmdar er betur hægt að vega og meta kosti og galla og síðan, í kjölfar þess mats, að taka ákvörðun um hvort hægt sé að sætta sig við umhverf- isáhrifin, einnig þau sem ekki er hægt að koma í veg fyrir,55 svo og þau sem eru óviss eða lítil vitneskja um. Ef mótvægisaðgerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir byggja einungis á lögum er hins vegar erfitt að sjá hvemig hægt er að hafna um- sókn um leyfi jafnvel þó að umhverfisáhrif hennar verði mikil og öllum mót- vægisaðgerðum og fyrirbyggjandi aðgerðum samkvæmt lögum sé beitt til þess að koma í veg fyrir þau nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi um að slíka fram- kvæmd beri ekki að heimila þegar þessi staða kemur upp. Almennt má segja að væri alltaf hætt við framkvæmdir ef staðfest er með mati að þær muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sem ekki er hægt að fyrirbyggja, væru um- hverfisvandamál ekki eins alvarleg og þau eru í dag. Þetta segir sig sjálft. Það er hins vegar afar fjarri raunveruleikanum að mat á umhverfisáhrifum eða fram- kvæmdin sé almennt með þessum hætti enda væri efnahags- og samfélagslegri uppbyggingu margra ríkja stefnt í mikla hættu ef þetta væri viðurkenndur skiln- ingur. Þau dæmi úr alþjóðlegum umhverfisrétti sem nefnd voru í kafla 2.3 und- irstrika það sem hér hefur nú verið rakið. En það er verðugt og áríðandi mark- mið að engar mannlegar athafnir hafi í för með sér óafturkræf áhrif á umhverfið og að sjálfsögðu ætti aldrei að heimila slíkar framkvæmdir. 3.3 Kostir og gallar Kostir mats á umhverfisáhrifum felast fyrst og fremst í tilgangi og markmiði þess og er erfitt að sjá á því neikvæðar hliðar. Þó er talið að þessi aðferð, þ.e. að meta umhverfisáhrif tiltekinna framkvæmda á skjalfestan, opinn og gagn- sæjan hátt, með ríkri þátttöku hagsmunaaðila og almennings, sé ekki gallalaus. Eitt af því sem bent hefur verið á er tilhneiging framkvæmdaraðila til þess að halda því fram að áætlaðar framkvæmdir hafi ekki í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif. Þetta helgast einkum af því að framkvæmdaraðili reynir að gera fyrirhugaða framkvæmd eins „aðlaðandi“ og hægt er. Hann leggur megin- áhersluna á jákvæðar hliðar og kosti svo að væntanlegur leyfisveitandi, landeig- andi, grannar, almenningur og aðrir sem koma að málinu eða hafa hagsmuna að gæta verði einnig jákvæðir í garð fyrirhugaðrar framkvæmdar og þeirra áhrifa 55 Sjá nánar C. Wood, bls. 1, et seq., og t.d. bls. 23. 170
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.