Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 22
Af ofangreindu leiðir að leitast verður við að finna bestu lausnina, bestu
hönnunina, bestu tæknina, o.s.frv., sem á raunhæfan og löglegan hátt getur
minnkað eða komið í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif. f mörgum tilvikum
er hægt að beita mótvægisaðgerðum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem að ein-
hverju leyti draga úr eða minnka umhverfisáhrif, oft að því marki að umhverf-
isáhrifin, jafnvel þótt mikil séu, verði ásættanleg til langs tíma litið, sérstaklega
ef efnahagslegur ávinningur (í víðtækri merkingu) af viðkomandi framkvæmd-
um er viðunandi. Liggi fyrir hlutlæg lýsing og mat á umhverfisáhrifum tiltek-
innar framkvæmdar er betur hægt að vega og meta kosti og galla og síðan, í
kjölfar þess mats, að taka ákvörðun um hvort hægt sé að sætta sig við umhverf-
isáhrifin, einnig þau sem ekki er hægt að koma í veg fyrir,55 svo og þau sem eru
óviss eða lítil vitneskja um. Ef mótvægisaðgerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir
byggja einungis á lögum er hins vegar erfitt að sjá hvemig hægt er að hafna um-
sókn um leyfi jafnvel þó að umhverfisáhrif hennar verði mikil og öllum mót-
vægisaðgerðum og fyrirbyggjandi aðgerðum samkvæmt lögum sé beitt til þess
að koma í veg fyrir þau nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi um að slíka fram-
kvæmd beri ekki að heimila þegar þessi staða kemur upp. Almennt má segja að
væri alltaf hætt við framkvæmdir ef staðfest er með mati að þær muni hafa í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sem ekki er hægt að fyrirbyggja, væru um-
hverfisvandamál ekki eins alvarleg og þau eru í dag. Þetta segir sig sjálft. Það
er hins vegar afar fjarri raunveruleikanum að mat á umhverfisáhrifum eða fram-
kvæmdin sé almennt með þessum hætti enda væri efnahags- og samfélagslegri
uppbyggingu margra ríkja stefnt í mikla hættu ef þetta væri viðurkenndur skiln-
ingur. Þau dæmi úr alþjóðlegum umhverfisrétti sem nefnd voru í kafla 2.3 und-
irstrika það sem hér hefur nú verið rakið. En það er verðugt og áríðandi mark-
mið að engar mannlegar athafnir hafi í för með sér óafturkræf áhrif á umhverfið
og að sjálfsögðu ætti aldrei að heimila slíkar framkvæmdir.
3.3 Kostir og gallar
Kostir mats á umhverfisáhrifum felast fyrst og fremst í tilgangi og markmiði
þess og er erfitt að sjá á því neikvæðar hliðar. Þó er talið að þessi aðferð, þ.e.
að meta umhverfisáhrif tiltekinna framkvæmda á skjalfestan, opinn og gagn-
sæjan hátt, með ríkri þátttöku hagsmunaaðila og almennings, sé ekki gallalaus.
Eitt af því sem bent hefur verið á er tilhneiging framkvæmdaraðila til þess að
halda því fram að áætlaðar framkvæmdir hafi ekki í för með sér umtalsverð um-
hverfisáhrif. Þetta helgast einkum af því að framkvæmdaraðili reynir að gera
fyrirhugaða framkvæmd eins „aðlaðandi“ og hægt er. Hann leggur megin-
áhersluna á jákvæðar hliðar og kosti svo að væntanlegur leyfisveitandi, landeig-
andi, grannar, almenningur og aðrir sem koma að málinu eða hafa hagsmuna að
gæta verði einnig jákvæðir í garð fyrirhugaðrar framkvæmdar og þeirra áhrifa
55 Sjá nánar C. Wood, bls. 1, et seq., og t.d. bls. 23.
170