Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 23
sem hún kann að hafa á umhverfið. Við þetta bætist að framkvæmdaraðili við- urkennir treglega hugsanleg skaðleg umhverfisáhrif í matsskýrslu, einkum ef þau geta haft áhrif á einstaklingsbundna hagsmuni, t.d. landeiganda. Hann reynir að firra sig hugsanlegri skaðabótaskyldu með þögn, m.a. til þess að draga úr líkunum á að sönnunarbyrðinni verði snúið við ef skaðleg áhrif koma fram.56 Nefna má fleiri atriði sem varða hagsmuni framkvæmdaraðila og líta má á sem ákveðna galla. Undirbúningur og gerð matsskýrslu hefur í för með sér kostnað fyrir hann og þar að auki tekur málsmeðferðin langan tíma, einkum og sér í lagi ef endurskoðun æðra stjómvalds eða dómstóla fer fram. Þessi atriði undirstrika að tiltekið jafnvægi verður að ríkja á milli framkvæmdaraðila og annarra sem hagsmuna eiga að gæta vegna mats á umhverfisáhrifum. Löggjöf um mat á umhverfisáhrifum og beiting hennar verður að endurspegla þetta jafnvægi.57 4. LÖG UM MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM 4.1 Yngri lög og eldri Kerfisbundið mat á umhverfisáhrifum tiltekinna framkvæmda hefur farið fram hér á landi í tæpan áratug eða frá árinu 1993 þegar lög nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum öðluðust gildi. Áður en lögin frá 1993 tóku gildi kom það fyrir að gert væri mat á umhverfisáhrifum, m.a. í tengslum við gerð aðalskipu- lags fyrir Skútustaðahrepp og vegna Fljótsdalslínu 1. Jafnframt voru í gildi ákvæði í mengunarvarnareglugerð um forkönnun vegna staðarvals fyrir meng- andi atvinnurekstur og mat á umhverfisröskun hans.58 Nú eru í gildi lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og eins og segir í 1. gr. laganna er mark- mið þeirra: a. að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem kann vegna stað- setningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdar, b. að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig mál- ið varða vegna framkvæmdar sem áhrif hefur á umhverfið, c. að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmdar sem kann að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og mótvægisaðgerðir vegna þeirra og að al- menningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar er kveðinn upp. 56 Þetta kom fram hjá M. L. Larsson í fyrirlestri sem hún hélt um skaðabótaábyrgð o.fl. vegna tjóns sem verður á umhverfmu vegna ýmiss konar framkvæmda. Fyrirlesturinn var haldinn við Uppsalaháskóla haustið 1999. Sjá nánar M. L. Larsson: On the Law of Environmental Damage. Liability and Reparation. Stokkhólmsháskóli, 1997. 57 Sjá nánari umfjöllun í kafla 6.2 um mat á umhverfisáhrifum og íþyngjandi skyldu sem lögð er á framkvæmdaraðila. 58 Sjá nánar Alþt. 1992-1993, A-deild, þskj. 87, bls. 988 og t.d. ákvæði mengunarvamareglugerð- ar nr. 48/1994. 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.