Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 24
Eldri lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993, voru gagngert sett til þess að uppfylla tilteknar skyldur sem íslenska ríkið tók á sig með EES-samning- num, sjá nánar athugasemdir með frumvarpi til laga um umhverfismat,59 sbr. og 74. gr. EES-samningsins og 1. lið í XX. viðauka hans þar sem vísað er til til- skipunar 85/337/EBE. Lögin voru jafnframt sett til að uppfylla aðrar alþjóðleg- ar skuldbindingar sem varða skyldu til þess að láta fara fram mat á umhverfis- áhrifum við tilteknar aðstæður, sjá t.d. a lið 1. mgr. 14. gr. samnings um líf- fræðilega fjölbreytni. Núgildandi lög um mat á umhverfisáhrifum eru einnig sett til þess að uppfylla skyldur EES-samningsins, þ.e. þær skuldbindingar senr felast í tilskipun 85/337/EBE og tilskipun 97/11/EB, sem breytir þeirri fyrr- nefndu nokkuð, svo og til að uppfylla aðrar alþjóðlegar skuldbindingar, sbr. athugasemdir við frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum.60 4.2 Nokkrar skilgreiningar Áður en lengra er haldið er rétt að geta nokkurra skilgreininga sem koma fram í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 671/2000 um sama efni, en þær skipta máli fyrir eftirfarandi umfjöllun. Hér er ekki um tæmandi greinargerð að ræða hvað varðar skilgreiningar og vísast að öðru leyti til umræddra laga og reglugerðar. Samkvæmt k lið 3. gr. laga nr. 106/2000 eru umhverfísáhrif „áhrif fram- kvæmdar og starfsemi sem henni fylgir á umhverfi“ og í 1 lið 3. gr. reglugerðar nr. 671/2000 er skilgreining 3. gr. laganna útfærð og kemur þar fram að um- hverfisáhrif taka til beinna, óbeinna, jákvæðra, neikvæðra, sammagnaðra, var- anlegra, tímabundinna (skammtíma og langtíma), afturkræfra og óafturkræfra áhrifa á umhverfið. Samkvæmt 1 lið 3. gr. laganna eru umtalsverð umhverfisáhrif „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr nreð mótvægisaðgerðum“. Mótvægisaðgerðir eru „aðgerðir til að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif*, sbr. i lið 3. gr. laga nr. 106/2000, og í j lið 3. gr. reglugerðar nr. 671/2000 er nánast sömu skilgreiningu að finna.61 I lögunum er umhverfi skilgreint og samkvæmt j lið 3. gr. er það „samheiti fyrir menn, dýr, plöntur og annað í lífríkinu, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar og landslag, samfélag, heilbrigði, menningu og menningarminjar, at- vinnu og efnisleg verðmæti". 59 Ibid., bls. 988-989. 60 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3492-3496. 61 Vakin er athygli á því að ekki er fullt samræmi í skilgreiningum, sjá skilgreiningu á mótvægis- aðgerðum þar sem miðað er við neikvæð umhverfisáhrif og skilgreiningu á umtalsverðum um- hverfisáhrifum þar sem miðað er við óafturkræf umhverfisáhrif o.s.frv. Sjá einnig nmgr. 29. 172
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.