Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 27
5. Loks er tekin ákvörðun um að gefa út leyfl fyrir matsskyldri framkvæmd og eða starfsemi sem henni fylgir og skal leyfisveitandi taka tillit til úr- skurðar um mat á umhverfisáhrifum, sbr. 16. gr. laganna. Að öðru leyti er ekki fjallað um leyfisveitingar í lögum um mat á umhverfisáhrifum og lúta þær sérlögum í hverju tilviki fyrir sig. I eldri lögum um mat á umhverfisáhrifum var málsmeðferðin sambærileg að nokkru leyti en þó frábrugðin þar sem möguleiki var á að fara tvær umferðir með mat á umhverfisáhrifum.66 Urskurðir Skipulagsstofnunar og orðalag 2. mgr. 11. gr. laga nr. 106/2000, svo og 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 11. gr. eldri laga um sama efni, er aðalviðfangs- efni þessarar greinar og verður vikið að því í næstu köfluni. 5. FRAMKVÆMD LAGA UM MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM í byrjun ágústmánaðar 2001 hefur Skipulagsstofnun (áður skipulagsstjóri ríkisins) kveðið upp 125 úrskurði um mat á umhverfisáhrifum og eru flestir þeirra, eða 117, eðli málsins samkvæmt kveðnir upp í samræmi við ákvæði eldri 66 I stórum dráttum var málsmeðferðin sem hér segir: 1. Engin ákvæði voru í eldri lögum eða reglugerð um matsáætlun sem lögbundinn undanfara mat- skýrslu. 2. (a) Málsmeðferðin hófst á frumathugun sem fólst í því að framkvæmdaraðili sendi skipulags- stjóra tilkynningu um fyrirhugaða framkvæmd þar sem fram skyldi koma lýsing á fram- kvæmdinni, ráðgerðri hönnun og hugsanlegri umhverfisröskun og fyrirhuguðum ráðstöfunum til að draga úr henni (mótvægisaðgerðir) o.fl., sbr. 7. gr. eldri laga og 9. gr. eldri reglugerðar. (b) Jafnframt var tilkynningin birt og leitað umsagna lögboðinna umsagnaraðila og annarra í samræmi við 10. og 11. gr. eldri reglugerðar. 3. Frumathugun lauk á lægra stjórnsýslustigi með úrskurði skipulagsstjóra samkvæmt 8. gr. eldri laga og 12. gr. eldri reglugerðar. Kveða skyldi upp rökstuddan úrskurð um það hvort: (a) fallist væri á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða, (b) ráðist skyldi í frekara mat á umhverfisáhrifum. 4. Urskurður skipulagsstjóra var kæranlegur til æðra stjórnvalds og að lokinni endurskoðun gekk úrskurður umhverfisráðherra í samræmi við 14. gr. laganna. 5. Ef skipulagsstjóri úrskurðaði að ráðist skyldi í frekara mat á umhverfisáhrifum, f samræmi við b. lið 1. mgr. 8. gr. laganna, hófst önnur athugun í samræmi við 10. og 11. gr. eldri laga og 13.-18. gr. reglugerðarinnar. 6. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laganna og 18. gr. reglugerðarinnar lauk málsmeðferð annarrar athug- unar á lægra stjórnsýslustigi á því að úrskurður skipulagsstjóra gekk og fólst í honum að: (a) fallist var á viðkomandi framkvæmd, með eða án skilyrða, (b) krafa var gerð um frekari könnun einstakra þátta eða (c) lagst var gegn viðkomandi framkvæmd. 7. Úrskurður annarrar athugunar var einnig kæranlegur til æðra stjórnvalds í samræmi við 14. gr. laganna og kvað umhverfisráðherra úrskurð upp í samræmi við lög. 8. Loks var tekin ákvörðun um að gefa út leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd og starfsemi og gerðu eldri lög eins og þau yngri ráð fyrir því að í leyfi til framkvæmda bæri leyfisveitanda að taka fullt tillit til niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum og úrskurðar skipulagsstjóra. Að öðru leyti var ekki fjallað um leyfisveitingar í lögunum. 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.