Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 28
laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum.67 Úrskurðir vegna frummats voru 108 (þ.e. samkvæmt 1. mgr. 8. gr. eldri laga). í 17 tilvikum voru framkvæmdir úrskurðaðar í frekara mat að öllu leyti eða hluta, ýmist af skipulagsstjóra eða samkvæmt úrskurði umhverfisráðuneytisins. Hins vegar eru úrskurðir vegna frekara mats (samkvæmt 1. mgr. 11. gr. eldri laga) nokkru færri, eða 9. Stafar þessi munur einkum af þrennu: breytingum sem gerðar voru þegar kært var til umhverfisráðuneytis, ekki hefur verið gert frekara mat vegna nokkurra fram- kvæmda sem voru úrskurðaðar í frekara mat samkvæmt eldri lögum eða frekara mat lá ekki fyrir þegar grein þessi var skrifuð. Samkvæmt núgildandi lögum nr. 106/2000 hafa 8 úrskurðir verið kveðnir upp þegar þetta er ritað. Af þeirn 117 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri laga voru rúmlega 50 kærðir til umhverf- isráðheiTa. Langflestir úrskurðanna vegna rnats á umhverfisáhrifum voru kveðn- ir upp vegna framkvæmda á skyldulista (1) og (A), sjá nánar kafla 4.3. Eitt af því sem vekur athygli í úrskurðum Skipulagsstofnunar og umhverfis- ráðuneytisins er að sjaldan hefur verið komist að þeirri ótvíræðu niðurstöðu að framkvæmd í heild sinni eða einstakir afmarkanlegir þættir viðkomandi fram- kvæmdar, eða rekstur sem fjallað hefur verið um, muni hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif.68 Þó verður að hafa í huga, þegar úrskurðað var að ráð- ast skyldi í frekara mat samkvæmt b lið 1. mgr. 8. gr. eldri laga, að það var vís- bending um að framkvæmd væri talin hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif, sjá t.d. ÚS 18/99, frummat vegna kísilgúrvinnslu úr Mývatni. Þar var sönnunarbyrðin lögð á framkvæmdaraðila og talið að ekki hefði verið sýnt fram á að fyrirhugað kísilgúmám í Mývatni kynni ekki að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Einnig má nefna tiS 8/00, jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi o.fl., og segir þar einnig að ekki hafi verið sýnt fram á að jarð- varmavirkjun í Bjarnarflagi komi ekki til með að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þessir tveir úrskurðir virðast þó fyrst og fremst vera byggðir á því að í matsskýrslum hafði verið verulegur skortur á upplýsingum.69 Reglu- gerð nr. 179/1994 um mat á umhverfisáhrifum, sem nú hefur verið felld úr gildi með reglugerð nr. 671/2000, skiptir hér einnig máli. Samkvæmt 12. gr. hennar átti b liður 1. mgr. 8. gr. við (þ.e. ráðist skal í frekara mat á umhverfisáhrifum) þegar upplýsingar sem fram komu í tilkynningu um framkvæmd og fylgigögn- um töldust ekki nógar, eða ljóst var að kanna þyrfti frekar ákveðna þætti fram- kvæmdar eða starfsemi sem haft gætu í för með sér óæskileg umhverfisáhrif.70 Verður þá að hafa hugfast að samkvæmt eldri lögum var ekki gefinn sá mögu- leiki að leggjast gegn viðkomandi framkvæmd, sbr. 1. mgr. 8. gr. Þessi stað- 67 Tölulegar upplýsingar eru birtar með fyrirvara. 68 í frekara mati var hins vegar fallist á framkvæmdina, sbr. US 13/00. 69 Sjá einnig ÚS 2/99, tíS 4/00, tíS 5/00 og tís 3/01 sem eru svipaðir hvað varðar einstaka þætti viðkomandi framkvæmdar eða framkvæmdina í heild sinni. 70 Vakin er athygli á því að í regiugerð nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum eru ekki sambæri- leg ákvæði. 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.