Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 36
laga, svo og 2. mgr. 18. gr. eldri reglugerðar. Samkvæmt gildandi lögum erþetta með sama hætti, sbr. b lið 2. mgr. 11. gr.86 Það er því grundvallaratriði að ákvarða umhverfisáhrifin þar sem umfang þeirra er forsenda þess hvort fallist er á eða lagst er gegn viðkomandi framkvæmd í úrskurði Skipulagsstofnunar samkvæmt gildandi lögum.87 7.2 Bindur úrskurður Skipulagsstofnunar leyfisveitanda? Urskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum kveðinn upp í samræmi við 2. mgr. 11. gr. laga nr. 106/2000 virðist vera heimildarákvörðun, en er þó ekki leyfi til framkvæmda né ætlað að vera það.88 Þetta kemur skýrt fram við skoðun á gildandi lögum, einkum 1. mgr. 16. gr. um leyfi til fram- 86 Rétt er þó að benda á að orðalag a liðar 2. mgr. 11. gr. gildandi laga útilokar í sjálfu sér ekki þann möguleika að hægt sé að fallast á framkvæmd jafnvel þótt hún hafi í för með sé umtalsverð umhverfisáhrif. Hins vegar bendir ekkert í lögskýringargögnum til þess að ætlunin hafi verið að breyta þeirri framkvæmd sem var í gildistíð eldri laga. 87 Sjá einnig umfjöllun Þorgeirs Orlygssonar um opinberar takmarkanir á eignarréttinum sem leiða af ákvæðum laga og nefnir hann lög nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum sem dæmi. Það er niðurstaða hans að heimildir stjórnvalda til takmörkunar samkvæmt lögunum séu víðtækar og að það hafi grundvallarþýðingu við mat á umhverfisáhrifum að kanna hvort framkvæmdum fylgi um- talsverð umhverfisáhrif. Jafnframt geti verið erfitt að sjá fyrir með vissu hvort framkvæmdir háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum verði heimilaðar. Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr eignarétti I. Viðfangsefni eignaréttar. íslenskt forráðasvæði. Fasteignir. Handrit. Reykjavík 1998, bls. 13-14. 88 Leyfi fyrir matsskyldum framkvæmdum eru gefin út af mörgum opinberum leyfisveitendum og verður nú nokkurra dæma getið. Hollustuvernd ríkisins eða viðkomandi heilbrigðisnefnd gefa út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun í samræmi við 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnu- rekstur sem getur hal't í för með sér mengun. Náttúruvernd ríkisins gefur úr leyfi ef viðkomandi framkvæmdir eru á friðlýstum svæðum í samræmi við 60. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvemd og ákvæði einstakra friðlýsingarskilmála. sbr. auglýsingar þar að lútandi, og stofnunin gefur einnig út leyfi vegna tiltekinna framkvæmda á gildissvæði laga nr. 36/1974 um vemdun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu í samræmi við 3. gr. þeirra, sbr. og reglugerð nr. 136/1978 um framkvæmd laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. I samræmi við 27. gr. skipulags- og byggingarlaga gefur viðkomandi sveitarstjóm út framkvæmdaleyfi vegna meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess og ekki eru háðar byggingarleyfi og skulu þessar framkvæmdir vera í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á um- hverfisáhrifum þar sem það á við. Um rannsóknar- og nýtingarleyfi vegna auðlinda í jörðu fer sam- kvæmt lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, sbr. ákvæði VIII. kafla laganna og eru viðkomandi leyfi gefin út af iðnaðarráðherra. Einnig má nefna leyfi til þess að leita að efnum til hagnýtingar á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, og eru leyfin gefin út af iðnaðarráðherra, svo og leyfi til að taka eða nýta efni af hafsbotni eða úr honum, sbr. 3. gr. sömu laga. Loks má nefna lög nr. 60/1981 um raforkuver sem innihalda nokkrar virkjanaheimildir sem iðnaðarráðherra veitir, sbr. 1. gr. laganna. Að lokum verða nefnd lög nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eign- arlanda, þjóðlendna og afrétta. Samkvæmt þeim er m.a. gert ráð fyrir því að leyfi forsætisráðherra þurfi til margskonar afnota og nýtingar náttúruauðlinda í þjóðlendum, sbr. 2. mgr. 3. gr. þeirra laga. Oft er það svo að fleiri en eitt leyfi þurfa að liggja fyrir áður en viðkomandi framkvæmd og eða rekstur getur hafist sem getur að sjálfsögðu haft ákveðnar lagalegar afleiðingar í för með sér en ekki verður sérstaklega vikið að þeim hér. 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.