Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 38
í lögum nr. 106/2000 er viðhaldið sömu mótsögn og var í eldri lögum og
er réttaróvissan meiri nú ef eitthvað er eins og komið verður að. Eitt af höfuð-
markmiðum nýju laganna er að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir matsskyldri
framkvæmd hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum, sbr. a lið 1. gr. í samrænri
við 2. mgr. 11. gr. er Skipulagsstofnun falið að kveða upp úrskurð um hvort fall-
ast eigi á eða leggjast beri gegn framkvæmd í samræmi við umfang umhverfis-
áhrifanna. I 1. mgr. 16. gr. núgildandi laga segir jafnframt að leyfisveitandi
skuli taka tillit til úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum. í athugasemd við 16.
gr. frumvarpsins er undirstrikað að greinin sé efnislega samhljóða 13. gr. eldri
laga. Þó hefur orðið „fullt“ verið fellt úr texta 1. mgr. 16. gr. Orðrétt segir í
athugasemdinni: „I greininni er lagt til að haldið verði í þá skýru reglu að
óheimilt sé að gefa út leyfi fyrir matsskylda framkvæmd og starfsemi sem henni
fylgir fyrr en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Að öðm leyti
er ákvæðið efnislega samhljóða 13. gr. núgildandi laga [þ.e. laga 63/1993]“.95
Til viðbótar er nú skýrt kveðið á um í 17. gr. laga nr. 106/2000 að leyfisveit-
endur hafi eftirlit með því að framkvæmd sé í samræmi við leyfi og úrskurð um
mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. í athugasemdum við 17. gr.
frumvarpsins segir m.a.: „Sambærilegt ákvæði er ekki að ftnna í núgildandi
lögum ... hefur gætt óvissu um það í framkvæmd hver fari með eftirlit með
framkvæmdum þegar leyfi hefur verið gefið út sem m.a. byggist á mati á um-
hverfisáhrifum. ,..“96 Því má halda fram, að þetta síðastnefnda ákvæði styrki þá
lögskýringu að leyfisveitandi sé bundinn af niðurstöðu úrskurðar Skipulags-
stofnunar. Réttaróvissan er þó enn til staðar vegna orðalags 16. gr. gildandi
laga, þ.e. leyfisveitanda ber að taka tillit til úrskurðar Skipulagsstofnunar, en
áríðandi er að hafa í huga forsögu þessa ákvæðis eins og komið var að, svo og
markmið og tilgang mats á umhverfisáhrifum og tengsl 16. gr. laganna við 8.
gr. tilskipunar 85/337/EBE.
Eins og vikið var að í 6. kafla komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í
Stjömugrísmálinu jyrra að ákvæði 6. gr. eldri laga um mat á umhverfisáhrifum
fæli í sér víðtækt og óheft framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmd-
arvaldsins og stríddi gegn 72. og 75. gr. stjómarskrárinnar. Um þetta segir m.a.
í dómi réttarins: „Umhverfisráðherra hefur því í raun fullt ákvörðunarvald um
það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir 5. gr. laga nr. 63/1993,
skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr„ en slík ákvörðun getur
haft í för með sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi þess, er í
hlut á“. Hæstiréttur skýrir ekki sérstaklega í hverju þessi röskun á eignarráðum
og atvinnufrelsi geti verið fólgin, en ljóst er að skylda til þess að sæta mati er
íþyngjandi að mati réttarins. Hins vegar virðist nokkur spurn, hvort þessi rök-
stuðningur samrýmist því að mat á umhverfisáhrifum sé einungis leiðbeinandi.
95 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3504.
96 Ibid.
186