Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 38
í lögum nr. 106/2000 er viðhaldið sömu mótsögn og var í eldri lögum og er réttaróvissan meiri nú ef eitthvað er eins og komið verður að. Eitt af höfuð- markmiðum nýju laganna er að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir matsskyldri framkvæmd hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum, sbr. a lið 1. gr. í samrænri við 2. mgr. 11. gr. er Skipulagsstofnun falið að kveða upp úrskurð um hvort fall- ast eigi á eða leggjast beri gegn framkvæmd í samræmi við umfang umhverfis- áhrifanna. I 1. mgr. 16. gr. núgildandi laga segir jafnframt að leyfisveitandi skuli taka tillit til úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum. í athugasemd við 16. gr. frumvarpsins er undirstrikað að greinin sé efnislega samhljóða 13. gr. eldri laga. Þó hefur orðið „fullt“ verið fellt úr texta 1. mgr. 16. gr. Orðrétt segir í athugasemdinni: „I greininni er lagt til að haldið verði í þá skýru reglu að óheimilt sé að gefa út leyfi fyrir matsskylda framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir fyrr en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Að öðm leyti er ákvæðið efnislega samhljóða 13. gr. núgildandi laga [þ.e. laga 63/1993]“.95 Til viðbótar er nú skýrt kveðið á um í 17. gr. laga nr. 106/2000 að leyfisveit- endur hafi eftirlit með því að framkvæmd sé í samræmi við leyfi og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. í athugasemdum við 17. gr. frumvarpsins segir m.a.: „Sambærilegt ákvæði er ekki að ftnna í núgildandi lögum ... hefur gætt óvissu um það í framkvæmd hver fari með eftirlit með framkvæmdum þegar leyfi hefur verið gefið út sem m.a. byggist á mati á um- hverfisáhrifum. ,..“96 Því má halda fram, að þetta síðastnefnda ákvæði styrki þá lögskýringu að leyfisveitandi sé bundinn af niðurstöðu úrskurðar Skipulags- stofnunar. Réttaróvissan er þó enn til staðar vegna orðalags 16. gr. gildandi laga, þ.e. leyfisveitanda ber að taka tillit til úrskurðar Skipulagsstofnunar, en áríðandi er að hafa í huga forsögu þessa ákvæðis eins og komið var að, svo og markmið og tilgang mats á umhverfisáhrifum og tengsl 16. gr. laganna við 8. gr. tilskipunar 85/337/EBE. Eins og vikið var að í 6. kafla komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í Stjömugrísmálinu jyrra að ákvæði 6. gr. eldri laga um mat á umhverfisáhrifum fæli í sér víðtækt og óheft framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmd- arvaldsins og stríddi gegn 72. og 75. gr. stjómarskrárinnar. Um þetta segir m.a. í dómi réttarins: „Umhverfisráðherra hefur því í raun fullt ákvörðunarvald um það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir 5. gr. laga nr. 63/1993, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr„ en slík ákvörðun getur haft í för með sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi þess, er í hlut á“. Hæstiréttur skýrir ekki sérstaklega í hverju þessi röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi geti verið fólgin, en ljóst er að skylda til þess að sæta mati er íþyngjandi að mati réttarins. Hins vegar virðist nokkur spurn, hvort þessi rök- stuðningur samrýmist því að mat á umhverfisáhrifum sé einungis leiðbeinandi. 95 Alþt. 1999-2000, A-deild, þskj. 644, bls. 3504. 96 Ibid. 186
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.