Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 41
7.4 Ákvörðun eða leyfi fyrirliggjandi
Oft er það svo að ákvörðun um að ráðast í tiltekna framkvæmd eða fram-
kvæmdir liggur í raun fyrir áður en mat á umhverfisáhrifum fer fram og niður-
staða þess er fengin. Þessi staða getur komið upp þegar heimild er samþykkt af
Alþingi um að ráðast í tilteknar framkvæmdir, t.d. í samræmi við vegaáætlun,100
sem er áætlun um vegagerð á ákveðnum stöðum á landinu á tilteknu tímabili,
fjármögnun o.fl. Mat á umhverfisáhrifum og endanlegt leyfi vegna einstakra
verkefna verða því nánast formsatriði því hvorugt liggur fyrir þegar áætlunin er
samþykkt og engan fyrirvara er að finna t.d. í núgildandi vegaáætlun um að
niðurstaða mats á umhverfisáhrifum geti haft í för með sér breytingar ef komist
er að þeirri niðurstöðu að tiltekin vegagerð hafi í för með sér umtalsverð um-
hverfisáhrif og þ.a.l. ekki fallist á hana.
Sérstök staða er í ÚS 7/01, sbr. ÚS 5/00, borun rannsóknarholu og vegagerð í
Grænadal, Ölfusi. Lagðir voru til fjórir möguleikar á borstæðum og var einn kost-
ur, B, sá sem framkvæmdaraðili vildi. Niðurstaða skipulagsstjóra var sú að bor-
staður A hefði ekki í för með sér umtalsverð áhrif og var fallist á þá framkvæmd
með skilyrði. Hins vegar var niðurstaðan um þrjá kostina (B, C og D) sú að ekki
hefði verið sýnt fram á að þeir hefðu ekki í för með sér umtalsverð áhrif á um-
hverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Var kveðinn upp úrskurður þess efnis að
fram skyldi fara frekara mat á umhverfisáhrifum, m.a. vegna þess að að ekki lægju
fyrir nægar upplýsingar um gróðurfar, dýralíf, hveri, vatnabúskap o.fl. Athygli
vekur að rannsóknarleyfi útgefið af iðnaðarráðuneyti hafði verið veitt án þess að
mat á umhverfisáhrifum hefði farið fram. í frekara mati á umhverfisáhrifum, ÚS
7/01, var fjallað um borstað B og lagningu vegar að honum. Niðurstaðan varð sú
að lagst var gegn framkvæmdinni, þ.e. borun rannsóknarholu og lagningu vegar,
vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa. Þessi niðurstaða byggðist m.a. á því að
svæðið sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru áætlaðar á var talið hafa mikið náttúru-
vemdargildi og að framkvæmdin myndi hafa í för með sér röskun á hverasvæðum,
volgum laugum, votlendi, öðm gróðurlendi, jarðmyndunum og landslagi sem ekki
yrði bætt með samfélagslegum ávinningi af framkvæmdinni.101 Hver verður
réttarstaða hér? Er framkvæmdaraðila óheimilt að hefjast handa?
7.5 Réttmætar væntingar
Ef vikið er að væntingum framkvæmdaraðila og almennings vegna niður-
stöðu mats á umhverfisáhrifum í samræmi við úrskurðarorð og gildandi lög um
mat á umhverfisáhrifum, þá er ljóst að niðurstaða Skipulagsstofnunar vekur
100 Sjá t.d. tillögu til þingsályktunar urn vegaáætlun fyrir árin 1998-2002, Alþt. 1997-1998, A-
deild, þskj. 676, bls. 2812-2856, sbr. breytingartillögur, þskj. 1244, bls. 5342-5354.
101 Vakin er athygli á því að ÚS 7/01 er kveðinn upp í samræmi við lög nr. 106/2000 en ÚS 5/00
í gildistíð eldri laga.
189