Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 41
7.4 Ákvörðun eða leyfi fyrirliggjandi Oft er það svo að ákvörðun um að ráðast í tiltekna framkvæmd eða fram- kvæmdir liggur í raun fyrir áður en mat á umhverfisáhrifum fer fram og niður- staða þess er fengin. Þessi staða getur komið upp þegar heimild er samþykkt af Alþingi um að ráðast í tilteknar framkvæmdir, t.d. í samræmi við vegaáætlun,100 sem er áætlun um vegagerð á ákveðnum stöðum á landinu á tilteknu tímabili, fjármögnun o.fl. Mat á umhverfisáhrifum og endanlegt leyfi vegna einstakra verkefna verða því nánast formsatriði því hvorugt liggur fyrir þegar áætlunin er samþykkt og engan fyrirvara er að finna t.d. í núgildandi vegaáætlun um að niðurstaða mats á umhverfisáhrifum geti haft í för með sér breytingar ef komist er að þeirri niðurstöðu að tiltekin vegagerð hafi í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og þ.a.l. ekki fallist á hana. Sérstök staða er í ÚS 7/01, sbr. ÚS 5/00, borun rannsóknarholu og vegagerð í Grænadal, Ölfusi. Lagðir voru til fjórir möguleikar á borstæðum og var einn kost- ur, B, sá sem framkvæmdaraðili vildi. Niðurstaða skipulagsstjóra var sú að bor- staður A hefði ekki í för með sér umtalsverð áhrif og var fallist á þá framkvæmd með skilyrði. Hins vegar var niðurstaðan um þrjá kostina (B, C og D) sú að ekki hefði verið sýnt fram á að þeir hefðu ekki í för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfi, náttúruauðlindir og samfélag. Var kveðinn upp úrskurður þess efnis að fram skyldi fara frekara mat á umhverfisáhrifum, m.a. vegna þess að að ekki lægju fyrir nægar upplýsingar um gróðurfar, dýralíf, hveri, vatnabúskap o.fl. Athygli vekur að rannsóknarleyfi útgefið af iðnaðarráðuneyti hafði verið veitt án þess að mat á umhverfisáhrifum hefði farið fram. í frekara mati á umhverfisáhrifum, ÚS 7/01, var fjallað um borstað B og lagningu vegar að honum. Niðurstaðan varð sú að lagst var gegn framkvæmdinni, þ.e. borun rannsóknarholu og lagningu vegar, vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa. Þessi niðurstaða byggðist m.a. á því að svæðið sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru áætlaðar á var talið hafa mikið náttúru- vemdargildi og að framkvæmdin myndi hafa í för með sér röskun á hverasvæðum, volgum laugum, votlendi, öðm gróðurlendi, jarðmyndunum og landslagi sem ekki yrði bætt með samfélagslegum ávinningi af framkvæmdinni.101 Hver verður réttarstaða hér? Er framkvæmdaraðila óheimilt að hefjast handa? 7.5 Réttmætar væntingar Ef vikið er að væntingum framkvæmdaraðila og almennings vegna niður- stöðu mats á umhverfisáhrifum í samræmi við úrskurðarorð og gildandi lög um mat á umhverfisáhrifum, þá er ljóst að niðurstaða Skipulagsstofnunar vekur 100 Sjá t.d. tillögu til þingsályktunar urn vegaáætlun fyrir árin 1998-2002, Alþt. 1997-1998, A- deild, þskj. 676, bls. 2812-2856, sbr. breytingartillögur, þskj. 1244, bls. 5342-5354. 101 Vakin er athygli á því að ÚS 7/01 er kveðinn upp í samræmi við lög nr. 106/2000 en ÚS 5/00 í gildistíð eldri laga. 189
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.