Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 44
8.2 Mótvægisaðgerðir og ávinningur Það sem nú verður fjallað um er hvort möguleikinn á að grípa til mótvægis- aðgerða og ávinningur viðkomandi framkvæmdar eigi sjálfkrafa að leiða til þeirrar niðurstöðu að tiltekin framkvæmd hafi ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.108 I úrskurði Skipulagsstofnunar fer fram flókin endurskoðun og margþætt mat á þeim upplýsingum sem koma fram í matsskýrslu. Lokanið- urstaða þessarar endurskoðunar og mat á umhverfisáhrifum er í úrskurðarorði sem samkvæmt gildandi lögum skal hljóða svo: „a. fallist er á viðkomandi fram- kvæmd, með eða án skilyrða, eða b. lagst er gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa“. Samkvæmt þessu getur það haft afdrifa- ríkar afleiðingar að ákvarða umfang umhverfisáhrifanna og niðurstaðan verður að sjálfsögðu að endurspegla raunveruleg umhverfisáhrif. Ef lokamat á um- fangi umhverfisáhrifanna, þ.e. hvort þau teljast umtalsverð eða ekki umtals- verð, byggir á því að tilteknar mótvægisaðgerðir séu mögulegar eða ávinningur sé af framkvæmdinni getur það leitt til þess að sama framkvæmdin geti ýmist haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif eða ekki. Við skoðun á úrskurðum um mat á umhverfisáhrifum sem gengið hafa kemur í ljós að mínu mati að fylgt er forsendum sem fela það í sér að möguleikinn á því að beita mótvægisaðgerðum og tillitið til efnahagslegs ávinnings eða annars ávinnings leiðir nánast undantekningarlítið til þess að framkvæmd telst ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif109 og fallist er á hana í úrskurðar- orði, jafnvel þótt löglíkur séu á að framkvæmdin hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þetta sýnir enn frekar að orðalag 2. mgr. 11. gr. núgildandi laga, svo og samsvarandi ákvæða eldri laga, verður að teljast bera í sér ákveðinn mis- skilning, þ.e. að ekki megi heimila framkvæmdir sem hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif, og getur leitt til mótsagnar um umfang umhverfis- áhrifanna, þar sem bæði er tjallað um efni matsskýrslu og tekin afstaða til fram- kvæmdarinnar sem slíkrar í sörnu ákvörðuninni, þ.e. í úrskurði um mat á um- hverfisáhrifum. Ljóst er af úrskurðum að umtalsverð umhverfisáhrif eru túlkuð afstætt, þ.e. efnahagslegur ávinningur og annar ávinningur, t.d. öryggissjónarmið, eru m.a. grundvöllur lokamats, sjá t.d. ÚS 12/97 og US 15/98 sem báðir varða snjóflóða- varnir. Reglugerð nr. 179/1994, sem nú hefur verið leyst af hólmi með reglu- gerð nr. 671/2000, gerði ráð fyrir slíkri túlkun þótt eldri lög, gildandi lög og lögskýringargögn séu þögul um þetta atriði.110 Ef þessi aðferð er notuð stendur mat á umhverfisáhrifum ekki undir nafni og niðurstaða þess verður einungis 108 Eg legg áherslu á að þau sjónarmið sem sett eru fram hér eru nokkuð einfölduð og eiga fyrst og fremst að undirstrika að mat á umhverfisáhrifunt og lokaeinkunnin, umtalsverð eða eftir atvikum ekki umtalsverð umhverfisáhrif, verður að standa undir nafni. 109 Flestir þeirra úrskurða sem liggja fyrir undirstrika þetta. 110 Við þetta er bætt að hvorki tilskipanir 85/337/EBE og 97/11/EB né nýlegar leiðbeiningar vegna mats á umhverfisáhrifum gera ráð fyrir því að efnahagslegur ávinningur sé metinn um leið og efni matsskýrslu. Sjá nánar kafla 2.2. 192
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.