Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 49
kvæmdaraðila í viðkomandi lögum ef ofangreindir þættir leiða til þess að hætta verður við fyrirhugaða framkvæmd eða rekstur, setja verður henni aukin skilyrði eða hætta verður framkvæmd eða rekstri sem er hafinn o.s.frv. 9.4 Þátttaka almennings og leyfl til framkvæmdar Einn aðaltilgangur mats á umhverfísáhrifum er að tryggja tiltekna hagsmuni almennings og rétt hans til þess að hafa áhrif þegar fyrirhugaðar eru fram- kvæmdir sem hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif eða kunna að hafa slík áhrif. Gildandi lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum em þannig upp byggð að Skipulagsstofnun yfirfer og metur matsskýrslu og tekur ákvörðun um hvort fallast eigi á eða leggjast eigi gegn viðkomandi framkvæmd og er megin- áherslan lögð á að tryggja rétt almennings á meðan málið er til meðferðar hjá Skipulagsstofnun eins og áður hefur verið komið að, sjá t.d. kafla 4.4 um málsmeðferð við mat á umhverfisáhrifum. Eldri lög nr. 63/1993 voru sambærileg að þessu leyti. Ohætt er að segja að réttur almennings sé vel varinn í þessum lög- um. Þegar kemur að því að fjalla um og gefa út leyfi fyrir einstökum mats- skyldum framkvæmdum er réttur almennings ekki tryggður í lögum nema að óverulegu leyti og eina skýra dæmið sem ég hef fundið era ákvæði í XI. kafla reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfí fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Reglugerðin er sett með stoð m.a. í 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvamir og samkvæmt ákvæðum hennar skal útgefandi starfsleyfis tryggja að almenningur eigi greiðan aðgang að starfsleyfísumsóknum, auglýsa skal opinberlega að starfsleyfístillaga sé komin fram, og er öllurn heimilt að gera athugasemdir við umsóknina og tillögumar, sbr. nánar 24. gr. reglugerð- arinnar og 6. gr. tilvitnaðra laga.119 Hins vegar er almenningi tryggður ákveðinn réttur og aðgangur að upplýsingum um umhverfismál og fyrirliggjandi gögnum í samræmi við upplýsingalög nr. 50/1996 og lög nr. 21/1993 um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Ljóst er að úrskurðarformið tryggir vel hagsmuni almennings eins og vikið hefur verið að. Ef því yrði breytt þarf að tryggja að réttur almennings verði jafn- vel tryggður í þeim lögum sem innihalda heimildir til þess að gefa út leyfi fyrir framkvæmdum sem háðar eru mati á umhverfisáhrifum. 9.5 Ákvæði til bráðabirgða III Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða III í gildandi lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum skal endurskoða lögin fyrir 1. janúar 2003 og skal sér- staklega kanna hvort ástæða sé til þess að sameina og samræma mat á um- hverfisáhrifum, sbr. 11.-13. gr. laganna, við leyfisveitingar fyrir einstökum framkvæmdum, í hvaða mæli skipulagsáætlanir geti komið í stað mats á umhverfisáhrifum og hvort færa beri ábyrgð á mati á umhverfisáhrifum til framkvæmdaraðila í ríkari mæli en gert er í lögunum. I athugasemdum við i 19 Sjá Alþt. 1997-1998, A-deild, þskj. 197, bls. 1253. 197
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.