Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 56
4.2.1 Almennt
4.2.2 Valréttur, almennir ákvæðissamningar og áskriftarréttur
4.2.3 Staðlaðir ákvæðissamningar og skiptasamningar
4.2.4 Skattlagning
4.2.4.1 Almennt
4.2.4.2 Einstaklingar
4.2.4.3 Fyrirtæki
5. MEÐFERÐ TAPS AF AFLEIÐUM
6. KOSTNAÐUR VIÐ GERÐ AFLEIÐUSAMNINGA
7. EIGNARSKATTLAGNING
8. SKATTLAGNING AFLEIÐUVIÐSKIPTA í FRAMKVÆMD
9. STARFSMANNAHLUTABRÉF
9.1 Inngangur
9.2 Kaup á hlutabréfum samkvæmt kauprétti
9.2.1 Launatekjuskattlagning
9.2.2 Fjármagnstekjuskattlagning
10. SKATTLAGNING AFLEIÐUSAMNINGA Á NORÐURLÖNDUM
10.1 Almennt
10.2 Danmörk
10.3 Noregur
10.4 Svíþjóð
10.5 Samantekt
11. LOKAORÐ
1. FJÁRMÁLALEG TÆKI
1.1 Inngangur
Annars staðar á Norðurlöndum er farið að nota orðasambandið fjármálaleg
tæki (finansielle instrumenter eða kontrakter) í vaxandi mæli í skattalögum og
fræðiritum um skattarétt, að ekki sé talað um verðbréfaréttinn, sem samheiti um
hvers konar eignir og skuldir sem notaðar eru í verslun og viðskiptum með pen-
ingalegar eignir. Hér til teljast jafnt gömul og hefðbundin tæki eins og skulda-
bréf, hlutabréf o.s.frv. og nýir og framandi samningar eins og valréttur, áskrift-
arréttur, ákvæðissamningar, framvirkir samningar, skiptasamningar o.s.frv.1 Er
það til hægðarauka vegna þess að reglurnar, sem gilda um skattlagningu þessara
verðmæta, eru að mörgu leyti hliðstæðar.
1 Sjá Zimmer o.fl.: Bedrift, selskap og skatt, bls. 159; Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1,3.
útg., bls. 596; Lodin o.fl.: Inkomstskatt 1, 6. útg., bls. 170. Þess ber þó að gæta að orðasambandið
fjármálalegt tæki virðist heldur rýmra í Noregi en annars staðar á Norðurlöndum. Engholm Jacob-
sen o.fl. skilgreina það t.d. þannig: „Udtrykket finansielle instrumenter anvendes som samlebe-
tegnelse for visse kontrakter, hvis væsentligste formál er spekulation eller afdækning af pris-,
renter- eller valutarisici". Síðan eru samningamir taldir upp og eru það einkum afleiðusamningar.
Sjá nánar Skatteretten 1,1. útg., bls. 542.
204