Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 77

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 77
gerður.36 Er hann því almennt óháður afhendingu eignar.37 Þegar um er að ræða valréttarsamninga, sem fela í sér rétt handa eiganda til að krefjast tiltekinnar eignar við ákveðnu verði innan tilgreinds tíma eða á nánar tilgreindri stundu, telst kaupsamningur gerður þegar hann nýtir sér rétt sinn. Skattleggst hagnaður eða tap á þeim því ekki fyrr en við lok samningstímans er eigandi krefst afhend- ingar hinna undirliggjandi verðmæta. Við ákvæði, þar á meðal staðlaða ákvæð- issamninga eins og framvirka vaxtasamninga, er þessu hins vegar öfugt farið vegna þess að þeir eru skuldbindandi fyrir seljanda og kaupanda þegar við undirskrift samnings.38 Ber því að tímafæra hagnað eða tap á þeim þegar á því ári er samningur er gerður þótt það kunni að þykja einkennilegt því að seljandi þarf ekki nauðsynlega að eiga umræddar eignir á því tímamarki.39 Til að auð- veldara sé að skilja þetta er rétt að taka dæmi um kaupval og ákvæðiskaup á hlutabréfum (framvirk eða framtíðarleg kaup á hlutabréfum) og er í báðum til- vikum gert ráð fyrir að um sé að ræða fjármálaleg tæki sem unnt sé að kaupa og selja á markaði.40 Dæmi 10. Kaupval á hlutabréfum. Hlutaval (aktieoption). Hinn 1. sept. gerir A valréttarsamning við B sem veitir honum rétt til að krefjast afhendingar á 1000 hlutum í X hf. á genginu 200 1. mars. Við gerð samningsins er markaðsgengi bréf- anna 150. f þóknun fyrir samninginn greiðir A 5.000 kr. Þar sem kaupval felur ekki í sér skyldu heldur rétt til að krefjast kaupa er við samningsgerðina óvissu háð hvort kaupandi muni nýta sér rétt sinn og krefjast afhendingar hlutabréfanna. Telst kaupvalið því ekki endanlegt fyrr en við lok samningsins. Sjá hins vegar: Dæmi 11. Ákvæðiskaup á hlutabréfum (aktietermin). Hinn 1. sept. gerir A ákvæðissamning við B sem felur í sér skuldbindingu af hans hálfu til að afhenda hon- um 1000 hluti í X hf. á genginu 200 1. mars. Við gerð samningsins er markaðsgengi bréfanna 150. Ekki er greidd nein þóknun fyrir samninginn eins og þegar um valrétt er að ræða. 36 Sbr. meginreglur 10.-27. gr. SL. 37 Sjá Ásmund G. Vilhjálmsson: Skattur á fjármagnstekjur og eignir, bls. 197. 38 Sbr. Betænkning nr. 1139/1988 om Beskatning af finansielle instrumenter, bls. 115 og 121. Þegar um er að ræða ákvæðiskaup á skuldabréfum, þar á meðal framvirkum vaxtasamningum, kann þó að vera eðlilegra að beita áfellingaraðferð. 39 Meðal annars þess vegna er á bls. 114 í Betænkning nr. 1139/1988 om Beskatning af finansielle instrumenter gerð sú krafa um samskattlagningu ákvæðissamnings og hins undirliggjandi verð- mætis að seljandi hafi átt umrædd verðmæti á samningsdegi, sbr. eftirfarandi orðalag: „at beskatn- ingen af terminskontrakter kun kan ske i forbindelse med det underliggende aktiv, sáfremt det for det fprste faktisk sker levering og sáfremt „man“ for det andet pá aftaledagen ejer „det“ aktiv, der sælges“. Þetta er þó afar óeðlilegt því eins og Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1,1- útg„ bls. 551, benda á er ógemingur að fylgjast með því í framkvæmd að svo sé. 40 Sbr. Tivéus. bls. 97-98. 225
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.