Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 81
lögum sæta ólíkri skattlagningu. Áður en reglur voru settar um skattlagningu af-
leiðna í Danmörku í gengishagnaðarskattalögunum44 töldu ýmsir fræðimenn að
skattleggja bæri þær samkvæmt a-lið 5. gr. DSL.45 Ákvæði þetta samsvarar e-
lið 8. gr. laga nr. 74/1921 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. a-lið 10. gr. sömu
laga,46 en í gildandi lögum hefur því verið skipt upp í fimm megingreinar, það
er 11. gr. er fjallar um fymanlegar eignir, 14. gr. er fjallar um ófyrnanlegar fast-
eignir, 15. gr. er fjallar um ófymanlegt lausafé, þar á meðal einkaeignir manna,
17. gr. er fjallar um hlutabréf og 18. gr. er fjallar um eignarhluti í samlögum og
sameignarfélögum.
Til að komast að því hvers konar eign afleiða er verður því að beita útilok-
unaraðferð og spyrja: Er afleiða fyrnanleg eign o.s.frv.? Þegar það hefur verið
endurtekið nokkrum sinnum kemur aðeins einn eignaflokkur til greina og það
er ófymanlegt lausafé sem fjallað er um í 15. gr. SL þar sem sú grein fjallar um
skattlagningu eigna sem ekki em fyrnanlegar eignir, ófyrnanlegar fasteignir
o.s.frv. Afleiður, sem teljast sjálfstæðar eignir í skattalegu tilliti, ber því að
skattleggja sem ófymanlegt lausafé samkvæmt 15. gr. SL.47 Við ákvörðun
kaupverðsins er því ekki óhugsandi að verðbreytingarfærsla samkvæmt 26. gr.
44 Á dönsku heita lög þessi: Lovbekendtgdrelse nr. 580 af 5.8. 1998 om skattemæssig behandling
af gevinst og tab pá fordringer, gæld og finansielle kontrakter (kursgevinstloven). Helgast þetta af
því að við samningsgerðina er ekki vitað hvor samningsaðila telst skuldari og hvor kröfuhafi. Sjá
Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1, 1. útg., bls. 547. í framkvæmd voru afleiður hins vegar
skattlagðar samkvæmt f-lið 4. gr. DSL sem vinningar í veðmáli en það ákvæði er hliðstætt 4. tl. A-
liðar 7. gr. SL. Sjá Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1, 3. útg., bls. 625.
45 Ákvæði þetta er svohljóðandi: „Til Indkomst henregnes ikke: a. Formueforpgelse, der frem-
kommer ved, at de Formuegenstande, en skattepligtig ejer, stiger i Værdi - medens der paa den
anden Side ikke gives Fradrag i Indkomsten for deres Synken i Værdi -, eller Indtægter, som
hidrprer fra Salg af den skattepligtiges Ejendele (herunder indbefattet Værdipapirer) for saa vidt
disse Salg ikke henhprer til vedkommendes Næringsvej, for Eksempel Handelsvirksomhed med
faste Ejendomme, eller er foretaget i Spekulationspjemed, i hvilke Tilfælde den derved indvundne
Handelsfortjeneste henregnes til Indkomsten, ligesom ogsá eventuelt Tab kan fradrages i denne“.
46 Hinu danska ákvæði hefur þar því verið skipt í tvennt, e-Iið 8. gr. sem fjallar um skattskyldar
tekjur og er svohljóðandi: „Ágóði við sölu á fasteign eða lausatje, enda þótt salan falli ekki undir
atvinnurekstur skattgreiðanda, ef ætla má, að hann haft keypt eignina eða öðlast hana á annan hátt
í því skyni að selja hana aftur með ágóða, eða hún hefur verið í eigu hans skemur en 5 ár, ef um
fasteign er að ræða, en annars skemur en 3 ár. Þó má draga frá þessum ágóða skaða, sem orðið
kynni að hafa á samskonar sölu á árinu“, og a-lið 10 gr. er var svohljóðandi: „Til tekna telst ekki:
a. Sá eignaauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreiðanda hækka í verði - hins vegar kemur
heldur ekki til frádráttar tekjum, þótt slíkir fjármunir lækki í verði -, ekki heldur tekjur, sem stafa
af sölu á eignum skattgreiðanda (að meðtöldum verðbrjefum), nema slík sala falli undir
atvinnurekstur hlutaðeigandi skattgreiðanda, t.d. fasteignaverslun, eða hún falli undir 8. gr. e; þegar
svo stendur á, telst verslunarhagnaðurinn af sölunni til tekna, og eins má draga frá honum þann
skaða, sem orðið kynni að hafa á sams konar sölu á árinu“.
Við samanburð á þessum ákvæðum sést að íslenska ákvæðið er nánast bein þýðing á hinu danska.
Þá er athyglisvert að sala á kröfum hefur upphaflega lotið hagnaðarkerfi þar til ákveðið var að
skattleggja hana eftir afraksturskerfi 1935, sbr. lög nr. 6/1935.
47 Sbr. Engholm Jacobsen o.fl.: Skatteretten 1,1. útg., bls. 547, en þar segir: „Kan kursge-
vinstloven efter det anfprte ikke anses for anvendelig, má kontrakten skattemæssigt behandles efter
229