Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 89

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 89
Framsalstakmarkanir. Samningur um kauprétt á hlutabréfum sem ekki hef- ur verið nýttur er ekki framseljanlegur. Getur starfsmaður því ekki selt hann öðrum beint eða óbeint, t.d. með stofnun veðréttinda í samningnum. Samningar um kaup á hlutabréfum samkvæmt kauprétti eru því að jafnaði verðlausir fyrir aðra en hlutaðeigandi starfsmann. Það að starfsmaður öðlast samninginn án sér- stakrar þóknunar veldur því ekki sérstakri hlunnindaskattlagningu hjá honum. Telja verður að bann við framsali kaupréttarsamninga sé bindandi gagnvart öðrum. Lánardrottinn sem á ófullnægða kröfu á hendur starfsmanni getur því ekki leitað fullnustu í samningnum. Eignarhaldstími. Starfsmaður sem nýtir sér kauprétt og krefst afhendingar þeirra hlutabréfa sem hann hefur öðlast rétt á að kaupa má ekki selja þau í tvö ár eftir að kaupin eru gerð. Frá því að hlutabréfin eru keypt þar til þau eru seld verða því að lágmarki að líða 2 x 365 dagar. Kaupréttaráætlun er einungis lýsing hlutafélags á því hvaða reglum verði fylgt við gerð kaupréttarsamninga milli þess og einstakra starfsmanna. Er hún því ekki samningur í eiginlegum skilningi. Hafi hlutafélag gert slíka áætlun, og hún liggur fyrir staðfest af ríkisskattstjóra, verður starfsmaður því að snúa sér til starfsmannastjóra síns og óska eftir að samningur um kaup á hlutabréfum samkvæmt kauprétti sé gerður við sig. I lok hvers árs skal hlutafélag svo senda skattstjóra upplýsingar um þá starfsmenn sem hafa nýtt sér kauprétt á árinu samkvæmt staðfestri áætlun ásamt upplýsingum um kaupverð bréfanna. Upp- lýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Fullnægi starfsmaður sem keypt hefur hlutabréf samkvæmt kauprétti öllum framangreindum skilyrðum er honum heimilt að samskatta kaupvalsréttinn og hlutabréfin. Af þeim sökum frestast skattlagning mismunar á gangverði og valrétt- arverði hlutabréfa hans þar til þau eru seld. Þarf því ekki að greiða skattinn við nýt- ingu valréttarins eins og endranær. Auk þess ber starfsmanninum einungis að greiða íjármagnstekjuskatt af tekjunum eins og áður segir. Er skattur af þeim því verulega lægri en af öðrum launatekjum. Starfsmaður verður þó jafnan að gæta þess að selja ekki bréfin fyrr en full tvö ár em liðin frá dagsetningu kaupsamnings um þau. 10. SKATTLAGNING AFLEIÐUSAMNINGA Á NORÐURLÖNDUM 10.1 Almennt Allar Norðurlandaþjóðimar nema íslendingar hafa sett lög um skattlagningu afleiðusamninga og skal nú gerð stutt grein fyrir þeim reglum sem eru í gildi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Verður því eingöngu kannað til hvaða afleiðna hlutaðeigandi reglur taka, hvaða meginsjónarmið gilda um skattlagningu þeirra, hvemig tekjur af afleiðum eru ákveðnar og hvenær þær teljast til tekna hjá hlut- aðeigandi aðila. Um skatthlutföll, útreikning skatts af afleiðum hjá fyrirtækjum og einstaklingum verður því ekkert fjallað. Ekkert verður heldur fjallað um starfsmannahlutabréf. 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.