Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 100

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 100
Þegar leiðsögninni lauk gengu menn upp í efsta hluta hvolfþaksins en þaðan er mjög gott útsýni yfir Berlín í allar áttir. Eftir þinghússheimsóknina notuðu margir tækifærið og gengu eftir götunni frægu Unter den Linden, sem er skammt frá þinghúsinu, og upp á Alexanderplatz sem hvorutveggja voru í austurhluta Berlínar á sínum tíma. Fimmtudaginn 6. september var fyrir hádegið farið í heimsókn í stjórnsýslu- dómstólinn í Berlín (Verwaltungsgericht). Stjórnsýsludómstólarnir þýsku voru settir á laggirnar á 19. öld, störfuðu áfram á tímum nasista en voru þá misnot- aðir á hinn versta hátt. Eftir seinni heimsstyrjöldina var lögð mikil áhersla á það, að fenginni dapurlegri reynslu, að tryggja stöðu þegnanna sem best gagn- vart stjórnvöldum. Virðast því lítil takmörk sett hvers konar mál er hægt að höfða fyrir stjórnsýsludómstólunum, sýnist nánast nægja að stjómvöld eigi þar einhvern hlut að máli. Má hér sem dæmi nefna að telji menn sig ekki eiga að greiða stöðumælasektir geta þeir höfðað mál af þeim sökum, leitt vitni og flutt málið með pompi og prakt. Þá geta menn höfðað mál fyrir dómstólnum til end- urheimtu ökuréttinda en ekki til að fá álagðri refsingu breytt. í þeirri deild sem við heimsóttum er farið með heilbrigðis-, hreinlætis- og hundamál. Réttarfarið fyrir stjórnsýsludómstólunum er svipað almennu einkamálaréttarfari. Þó að það segi ekki rnikla sögu er rétt að nefna að dómstólnum bárust 26 þúsund mál árið 2000. Málsmeðferðartími er 2-4 ár, en nokkuð treglega gengur að fá greinar- gerðir frá stjómvöldum. Hægt er að kveða upp bráðabirgðaúrskurði um sakar- efni áður en dómur fellur beri brýna nauðsyn til. Þegar um er að ræða íþyngj- andi ákvarðanir stjórnvalda vinnast aðeins 10% mála gegn þeim. Málum frá stjómsýsludómstólnum er hægt að áfrýja til æðri stjómsýsludóm- stólsins í Berlín (Oberlandesgericht) og þaðan til stjómsýsludómstóls alnkisins (Bundesverwaltungsgericht) sem hefur aðsetur í sama húsi en flytur til Leipzig innan tíðar. Hins vegar em áfrýjunarreglur þröngar og ekki komast nema 5-10% af málum til alríkisdómstólsins af þeim sem em dæmd í æðri stjómsýsludómstólnum. Málum fyrir dómstólnum hefur fjölgað að mun eftir að ríkisstjómin flutti aðsetur sitt til Berlínar. Það leiddi til þess að dómstóllinn var tölvuvæddur fyrir 2 árum og var greinilegt að það þótti dómuranum mikið framfaraspor. Þótt ýmislegt sé ólíkt með dómstólum og réttarfari í Þýskalandi og á íslandi er margt skylt. Hins vegar skilur mjög á milli hvemig farið er með mál á hendur stjórnvöldum í þessum löndum. Danmörk og Noregur eru í sama hópi og við að þessu leyti en meðferð þessara mála í Svíþjóð og Finnlandi er væntanlega hlið- stæð því sent gerist í Þýskalandi því að þar eru stjómsýsludómstólar. Það er ljóst, þótt ekki gæfist tími til þess að kanna það nema mjög yfirborðslega, að fjölmörg mál á hendur stjómvöldum, sem færu til stjórnsýsludómstólanna í Þýskalandi, era afgreidd í úrskurðarnefndum hér á landi. Málsmeðferð í úr- skurðamefndunum er örugglega mismunandi og síðan er hægt að skjóta úr- skurðum þeirra til dómstólanna, þannig að í mörgum tilvikum hlýtur sama málið afgreiðslu á fjórum stigum. Þetta er mikið umhugsunarefni enda þótt fremur ólíklegt sé að stjómsýsludómstólum verði komið á fót hér á landi. 248
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.