Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 101

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Side 101
Eftir hádegi þennan dag var ferðinni heitið í héraðsdómstól þann sem fer með sakamál (Landgericht) og er sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Fyrst hlýddum við á fyrirlestur Peter Faust, dómara við dómstólinn og varaformanns Berlínardeildar Dómarafélags Þýskalands, um sakamálaréttarfar og var það hið fróðlegasta. Fór fyrirlesturinn fram í öðrum af stærstu dómsölum réttarins þar sem alvarlegustu sakamálin eru til meðferðar. Má sem dæmi nefna að þar var réttað yfir Erich Honecker, fyrrum leiðtoga Þýska alþýðulýðveldisins (DDR). Hlýtt á fyrirlestur Peter Faust. Aðspurður um það hvort þýskum dómurum hugnaðist að leikmenn tækju þátt í meðferð sakamála (þrír embættisdómarar og tveir leikmenn) kvað hann þá hafa mismunandi skoðanir á því en að mati mikils meirihluta dómara væri þetta kerfi gott. Hollt væri fyrir dómara að kynnast sjónarmiðum hins almenna borgara og þurfa t.d. að útskýra réttarfars- og refsiréttarreglur því að ætti dómari í erfíð- leikum með það hlyti eitthvað að vera athugavert við lögin. Leikmannakerfið væri eins konar millibil á milli kviðdóms og dóms sem eingöngu væri skipaður embættisdómunrm. Til að sakfella og ákveða refsingu þarf atkvæði fjögurra dómara af fimm þannig að leikmenn geta í raun ráðið niðurstöðu máls. Hann sagði að á hverju ári gegndu um 4000 leikmenn dómstörfum við dómstóllinn. Væru þeir almennt þó nokkru refsiglaðari en embættisdómarar og endurspegl- uðu oft almenningsálitið. Enda þótt þýskt sakamálaréttarfar væri að flestu leyti gott kvað hann þann galla vera á því að verjendur gætu beðið nánast endalaust um vitnaleiðslur og þannig dregið mál á langinn. Hefðu dómarar mjög takmark- aðar heimildir til að koma í veg fyrir það. Fengju verjendur oftast greidda vissa fjárhæð fyrir hvem dag, sem réttarhöld stæðu, og væri því tilhneiging af þeirra hálfu að tefja framgang mála. 249
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.