Ægir - 01.08.1999, Síða 16
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Netasalan ehf.
Skútuvogi 12L
104 Reykjavík
Sími: 568 1819
Fax: 568 1824
Hörður Þorsteinsson sölumaður, Björgólfur Björnsson sölustjóri, Jóhann Sverrisson
lagerstjóri og Daníel Þórarinsson forstjóri.
/Ult á Binu hretti
Netasalan hefur á undanförnum árum sífellt bætt við sig vörum
og þjónustu til að geta boðið heildarlausnir í neta- og línuútgerð.
Markmiðið er að geta veitt viðskiptavinum fyrirtækisins svo góða
þjónustu við neta- og línuveiðar að þeir þurfi ekki að leita annað,
því hjá Netasölunni fái þeir allt sem þeir þurfa á einu bretti og á
góðu verði.
„Margt vatn hefur til sjávar
runnið frá síðustu sjávarútvegs-
sýningu hér heima. Nýjasta
breytingin hjá okkur er samein-
ing á rekstri Harðarhólma og
Netasölunnar. Hörður Þorsteins-
son hefur þegar hafið störf hjá
Netasölunni og heldur áfram að
selja það sem Harðarhólmi hefur
boðið frá Meydam í Noregi, svo
sem netaniðurleggjara, netaspil
og TMP dekkkrana. Við höfum
líka tekið upp samstarf við nokk-
ur innlend iðnfyrirtæki. Við bjóð-
um nú Logagogga, úrgreiðslu-
gogga og hakakrækjur frá Vél-
smiðjunni Loga á Patreksfirði,
sala er hafin á netadreggjum frá
Dregg á Akureyri og línudreggj-
um, sem þróaðir voru í samvinnu
við sama aðila. Þá hefur fyrirtæk-
ið nýverið tekið að sér söluum-
boð fyrir karakrókana, sem eru
hannaðir og framleiddir af Fjól-
mundi Fjólmundssyni í Fljótum.
Einnig höfum við hafið sölu á
belgjum frá Borgarplasti," segir
Daníel Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri.
Netasalan hf.
Netasalan býður mikið úrval
neta af lager eða afgreiðir þau
beint frá framleiðanda. Einkum
er lögð áhersla á net frá King
Chou, enda hafa þau reynst
mjög vel og eru á hagstæðu
verði. Netateinar eru sem fyrr
bæði frá Fosnavág Fiskevegn
AS og Hampiðjunni. Fyrirtækið
býður ( auknum mæli upp á
netafellingu, bæði hefðbundna
fellingu á þorskanetum og grá-
sleppunetum og fellingu í
saumavél, sem einkum hentar
vel fyrir grásleppunet og kolanet
eða net með granna teina.
Á sýningunni eru þær vörur sem
Netasalan fékk umboð fyrir með
sameiningunni við Harðarhólma,
þ.e. vörur frá Meydam í Noregi.
Jafnframt er sýnd byltingarkennd
en ódýr neðansjávarmyndavél frá
D. Mason AS, sem getur hentað
miklum fjölda fyrirtækja.
Boðið er upp á aukið úrval af
ýmsum línuvörum frá DFM
Longlining AS í Álasundi og
grannar sigurnaglalínur fram-
leiddar hjá Teymavirkinu í Fær-
eyjum. Netasalan býður einnig
allar gerðir beitu og einungis í
hæsta gæðaflokki. Auk hefð-
bundinna tegunda svo sem
beitusmokkfisks, síldar og mak-
ríls hóf Netasalan sölu á sandsíli
til beitu á síðasta ári og gaf það
mjög góða raun við veiðar á ýsu
og steinbít. Hjá Netasölunni fæst
sem sagt allt til neta- eða línu-
veiða á einu bretti.
„Það gekk illa að fá nægilega
mikið af góðu síli í fyrra en á
þessu ári hefur það gengið betur
og fram til þessa hefur tekist að
afgreiða uþp í pantanir. Veiðum á
sandsíli fer þó senn að Ijúka og
óvíst með framboð er líður á
haustið," segir Daníel að lokum.
14
M3m