Ægir - 01.08.1999, Page 24
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Iselco
Súðarvogur 6
104 Reykjavík
Sími: 568 6466
Fax: 568 9445
Netfang: iselco@iselco.is
Fyrirtækið hefur til sölu mjög
breiða línu af rafsuðuvír og
rafsuðuvélum frá Thyssen. Fyrir
nokkru keypti Iselco fyrirtækið
Hauk sf. sem seldi öryggisbúnað
fyrir iðnaðarmenn. Því sérhæfir
Iselco sig ekki eingöngu í efniviði
iðnaðarmannanna, heldur einnig
í öryggisbúnaði þeirra. Búnaður-
inn telur t.d. öryggisskóbúnað,
heyrnar- og andlitshlífar.
„Við höfum kappkostað að
bjóða upp á hágæðavörur. Það
þýðir að vörurnar okkar eru ekki
þær ódýrustu á markaðinum en
þær eru mjög sterkar og ending-
argóðar. Við leggjum líka mikið
upp úr því að þjónusta viðskipta-
vini okkar eftir bestu getu og
erum með 4-6 útisölumenn í
vinnu sem eru sífellt á ferðinni
við að heimsækja kúnnana.
Þannig getum við fylgst betur
með kröfum þeirra og séð til
þess að þeim sé mætt. Við erum
í samvinnu við verkstæði sem sjá
um allar ábyrgðarviðgerðir og
reynum alltaf að leysa úr vanda-
málum sem upp koma þannig að
allir séu sáttir við sitt. Toppþjón-
usta er algjört mottó hjá okkur,“
sagði Hopkins.
A bás Iselco-manna kennir
ýmissa grasa. Þar eru til sýnis
tæki tengd framleiðslu tækja fyr-
ir fiskiðnaðinn, s.s. sog, rafsuðu-
vélar og tæki, háþrýstiþvotta-
búnaður, plasmaskurðartæki
o.fl. Þess má geta að háþrýsti-
þvottadælan sem Stálsmiðjan
hefur keypt og er sú öflugasta
sinnar tegundar er einmitt frá
Iselco.
Agúst Ragnarsson innkaupastjórí, Björn Gíslason sölumaður og Jóhann Þ. Hopkins
sölustjórí.
Toppþjónusta er
Reppikefli okkar
Iselco er rótgróið fyrirtæki sem stofnað var árið 1970 og hefur
sérhæft sig í að útvega vélar og verkfæri fyrir tré- og járniðnað-
inn. Árið 1997 urðu þar eigendaskipti sem hleypti nýju blóði í
starfsemina og varð til þess að nokkrar áherslubreytingar urðu
þar innandyra.
Mjög létt og þægilegt andrúms-
loft, en jafnframt fagmannlegt,
innan veggja fyrirtækisins var
það fyrsta sem blaðamaður tók
eftir hjá Iselco. Viðmælendur
voru þeir Ágúst Ragnarsson og
Jóhann Þór Hopkins. Hinir nýju
eigendur eru Guðbjörn Magnús-
son, Hallur G. Erlingsson og Jó-
hann Þór og má með sanni segja
að þeir hafi ásamt starfsmönnum
Iselco látið hendur standa fram
úr ermum við uppbyggingu fyrir-
tækisins. Með nýjum áherslum
hefur ársvelta Iselco þrefaldast.
Lögð er mikil áhersla á að starfs-
menn sjái hvorn annan sem jafn-
ingja og var það greinilegt á and-
rúmsloftinu að það hefur tekist.
„Það má segja að við höfum
verið að sérhæfa okkur í að flytja
inn og selja vélar og verkfæri fyr-
ir tré- og járniðnaðinn en höfum
nú snúið því við og sjáum nú um
iselco
það sama fyrir járn- og tréiðnað-
inn. Við höfum tekið þá ákvörðun
að einbeita okkur sérstaklega að
járniðnaðinum og sjáum ekki eft-
ir því,“ sagði Ágúst. Iselco er stór
heildsala á slípivörum og efnum
fyrir iðnaðinn. Þar má helst nefna
vörur frá Norton, sem eru
stærstir í heiminum í slípivörum.
22 ÆGIR