Ægir - 01.08.1999, Side 32
iSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Dynjandi ehf.
Skeifunni 3h
108 Reykjavík
Sími: 588 5080
Fax: 568 0470
Netfang:
dynjandi@dynjandi. is
Veffang:
www. dynjandi. is
Steindór Gunniaugsson, framkvæmdastjóri Dynjanda.
Með öryggið að
leiðaHjósi / 45 ár
Fyrirtækið Dynjandi ehf., sem verður 45 ára á þessu ári, hefur frá
upphafi sérhæft sig í innflutningi á öryggisvörum af ýmsu tagi,
þar má t.d. nefna öryggishjálma, heyrnarhlífar, skó, gleraugu og
annan hlífðarbúnað. En eins og gestir íslensku sjávarútvegssýn-
ingarinnar kynnast á sýningarsvæði fyrirtækisins selur Dynjandi
einnig háþrýstihreinsidælur, s.s. þvottakerfi í frystihús og skip,
auk þess sem fyrirtækið hefur á boðstólum ýmsar gerðir af dæl-
um, rafstöðvum, iðnaðarryksugum, gufugildrum og lokum, svo
nokkuð sé nefnt.
Fyrirtækið Dynjandi var stofnað
árið 1954 af brautryðjandanum
Gunnlaugi Pálma Steindórssyni
sem starfar þar enn og sonur
hans, Steindór, er framkvæmda-
stjóri. „Fyrirtækið hefur vaxið
mikið undanfarin ár. Með kaup-
um á viðbótarhúsnæði sl. vetur
þrefaldaðist húsrými fyrirtækis-
ins í Skeifunni," segir Steindór.
„Með stærra húsnæði höfum við
getað aukið vöruvalið og haft
góðan lager - svo ekki sé talað
um öruggari og fljótvirkari af-
greiðslu til viðskiptavinanna.
Starfsmennirnir fá einnig betra
svigrúm til að sinna vinnunni.
Þeir eru nú tíu, en vænta má
fjölgunar á næstu misserum."
Steindór segir að á sýningunni
veröi kynntar ýmsar nýjungar.
„Við verðum t.d. með nýjustu
Dynjandi ehf.
gerð af heyrnartólum með
innbyggðu samskiptakerfi svo
og betrumbættar útfærslur af
öðrum slíkum kerfum. Þá má
nefna nýjar útfærslur af svoköll-
uðum „tæknieyrum" en það eru
heyrnarhlífar með innbyggðu út-
varpi og umhverfishljóðnemum,
heyrnartól til tengingar við síma
og fleira af þessum toga.“
Dynjandi kynnir einnig nýjar
gerðir af öryggisskóm, m.a. skó
með dempara í hæl og hvít
stígvél sem eru með sérstaklega
víðum bol. „Við leggjum metnað
okkar í að fylgjast vel með á sviði
öryggismála og nýjungar í þess-
um efnum eru oftar en ekki
komnar á markað hér á landi
áður en þær eru fáanlegar
annars staðar," segir Steindór.
„Mikilvægi öryggisbúnaðar verð-
ur aldrei ofmetið og því er það
ásetningur fyrirtækisins að halda
forystusæti í öryggismálum."
„Við höfum einnig sérhæft okk-
ur í sölu og þjónustu á háþrýsti-
hreinsidælum, m.a. þvottakerfum
í frystihús og skip. Við bjóðum
stórvirkar háþrýstidælusamstæð-
ur, t.d. fyrir slippstöðvar og út-
gerðarfyrirtæki, sem nota vatns-
þrýsting allt að 2500 bar, og jafn-
vel marga notendur samtímis. Þá
erum við með dælusamstæður
sem hita vatnið í 98°C undir mikl-
um þrýstingi. Slík tæki voru t.d.
notuð til að þrífa togarann Ými
eftir að hann fór á hliðina í Flafnar-
fjarðarhöfn," segir Steindór.
30
Ncm