Ægir - 01.08.1999, Page 46
iSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Kristján Gissurarson framkvæmdastjórí.
ísold ehf.
Nethylur 3-3a
112 Reykjavík
Sími: 581 1091
Fax: 553 0170
Netfang: isold@isold.is
Skrúfufritt HiUukerfi
ísold ehf. sérhæfir sig í heildarlausnum fyrir lagera í öllum stærð-
um fyrirtækja og er viðskiptamannahópurinn fjölbreyttur. Fyrir-
tækið hefur farið ört vaxandi og hefur starfsemin nýlega verið
flutt að Nethyl 3-3a í Reykjavík í stórt og mikið endurbætt hús-
næði. ísold var stofnað árið 1992 og eru eigendurnir Kristján
Gissurarson framkvæmdastjóri og Sigurður T. Sigurðsson
löggiitur endurskoðandi.
ísold flytur inn nánast allt sem
tengist lagerhaldi svo sem lyft-
ara, brettatjakka, vagna, vinnu-
borð, plastkassa og margt fleira
en megináhersla er iögð á hillu-
kerfin sem framleidd eru af
Metalsystem á Ítalíu. Þessi hillu-
kerfi bjóða upp á mikinn sveigj-
anleika þar sem reynt er að sníða
þau að þörfum hvers og eins.
Hjá ísold fer einnig fram mikil
þróunar- og nýsköpunarvinna.
Þannig hefur fyrirtækið ákveðið
að nýta sér sveigjanleika
Metalsystem til fullnustu með því
að nota hillukerfið í framleiðslu á
margs skonar innréttingum, til
dæmis vinnuborðum, skrifborð-
um, verslanainnréttingum,
veggjum o.fl. í framleiðslu þessa
eru til dæmis notaðar panelplöt-
ur frá Econowall sem bjóða upp
á ótal möguleika fyrir upphengjur
og hillur til dæmis fyrir smáhluti
og fatnað. Borðplötur eru fáan-
legar úr margskonar efni til
ísoltí ehf.
dæmis krossviði eða MDF.
Einnig getur viðskiptavinurinn
valið sjálfur það sem best hentar.
Þetta hefur fært starfssvið fyrir-
tækisins inn á marga nýja mark-
aði.
Á Sjávarútvegssýningunni
leggur ísold aðaláherslu á hillu-
kerfin. Kristján segir að þessi kerfi
séu einkar þægileg í uppsetningu
þar sem þau er nánast skrúfulaus
og einingunum er einfaldlega
smellt saman. Metalsystem hillu-
kerfin eru framleidd úr sinkhúð-
uðu stáli og er þessi yfirborðs-
meðhöndlun góð vörn gegn ryði
og miklu álagi. Efni þetta er létt en
hefur mikla burðargetu sem felst í
þeim styrktarbrotum sem mynd-
ast við stönsun efnisins [ fram-
leiðslu. Með Metalsystem hillu-
kerfum fæst góð nýting á mikilli
lofthæð I lagerhúsnæði þar sem
auðvelt er að byggja upp rekka-
kerfi með milligólfi ásamt tilheyr-
andi tröppum og handriðum.
Milligólfin er hægt að byggja á
fleiri en einni hæð ef þörf krefur.
Metalsystem hillukerfin hafa hlot-
ið allar helstu staðlavottanir sem
hillukerfi geta fengið.
Annað sem fyrirtækið kynnir á
sýningunni er nýjung sem Krist-
ján kýs að kalla keðjubraut eða
Flow-Rail. Keðjubrautir þessar
koma í stað svokallaðra inn-
keyrslurekka. Með keðjubraut-
unum þarf ekki lengur að keyra
lyftara inn í þrönga ganga inn-
keyrslurekkanna. Kerfi þetta
eykur nýtingu á gólfplássi. Þetta
er nýjung á íslandi og hefur nú
þegar gefið góða raun erlendis.
44 AGKR