Ægir - 01.08.1999, Page 56
iSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
AKOPIastos
Tryggvabraut 18-20
Pósthólf 438
602 Akureyri
Sími: 462 2211
Fax: 461 1546
Netfang:
akoplast@akplast. is
Starfsmaður við nýju pokavélina
Nýtt og öfíugt
umbúðafyrirtaeki
Akoplast á Akureyri hefur nú fest kaup á meirihluta í Plastos Um-
búðum hf. í Garðabæ og ber hið nýja sameinaða fyrirtæki nafnið
AKOPIastos. Með sameiningunni telja forsvarsmenn fyrirtækisins
sig geta aukið til muna þjónustu við sjávarútveginn.
„Sameiningin er til komin vegna
mjög harðnandi samkeppni á
markaðinum. Með því að sam-
eina kraftana teljum við okkur
geta boðið samkeppnishæf verð
og þjónustu til framtíðar. Með
þessu fyrirkomulagi náum við
mun meiri hagræðingu í rekstri en
við gerum í sitthvoru lagi“, segir
Eyþór Jósepsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri AKOPIastos.
Fyrirtækið verður rekið bæði á
Akureyri og á höfuðborgarsvæð-
inu. A Akureyri verður fram-
leiðslan auk þess sem þar verða
lager og söludeild. Verið er að
byggja um 2,300 fermetra við
húsnæðið sem fyrir er nyrðra og
verður það þá alls 4.000 fermetr-
ar að stærð. Starfsemina á höf-
uðborgarsvæðinu stendur til að
flytja í minna húsnæði þar sem
verður öflug þjónustumiðstöð
fyrir markaðinn. Fyrir sameining-
una þjónuðu fyrirtækin að
nokkru leyti ólíkum mörkuðum.
AKOPiastos
AKOplast var að miklu leyti í
framleiðslu fyrir sjávarútveginn
en Plastos Umbúðir meira í þjón-
ustu við verslun, iðnað og mat-
vælaiðnaðinn auk sjávarútvegs-
ins að nokkru leyti. Fyrirtækin
bæta því hvort annað upp hvað
varðar þekkingu á markaðinum.
Heildarframleiðsla AKOPIastos
er áætluð um 2400 tonn á ári og
er tæplega helmingur hennar fyr-
ir sjávarútveginn. Fyrirtækið hef-
ur selt plast til tveggja sjávarút-
vegsfyrirtækja í Norður-Noregi
og hafa tækifæri þess á erlend-
um markaði komið upp í tengsl-
um við verkefni sem önnur ís-
lensk fyrirtæki, t.d. á sviði tækja-
búnaðar, hafa unnið að. Eftir sem
áður er þó aðaláherslan lögð á
heimamarkaðinn.
„Á sýningunni leggjum við
áherslu á að fyrirtækin hafi verið
sameinuð til að geta þjónað við-
skiptavinum okkar betur þar sem
við eflum okkur í prentun,
þjónstu og gæðum. Við erum ný-
búnir að kaupa nýja pokavél sem
við bindum miklar vonir við og
einnig er stefnt að því að kaupa
nýja prentvél til að geta boðið
hágæða prentun. Við viljum
ræða við gesti sýningarinnar um
framtíðina í pökkun og umbúð-
um almennt, okkar stefnu í þeim
efnum og framtíðarsamvinnu
okkar við núverandi og væntan-
lega viðskiptavini. Kröfur í pökk-
un og umbúðum í sjávarútvegi
eru orðnar mjög strangar. Þess-
um kröfum viljum við fylgja í ná-
inni samvinnu við viðskiptavin-
ina,“ greinir Eyþór frá.
54 M3HR