Ægir - 01.08.1999, Page 60
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Ögmundur Friðriksson framkvæmdastjóri og Eiríkur Rósberg sölusljórí.
Friðrik A. Jónsson
ehf.
Fiskislóð 90
101 Reykjavík
Sími: 552 2111
Fax: 552 2115
Netfang: faj@isiandia.is
Siglinga- og físki-
ieitortaeki í yfír 50 ár
Þeir sem fylgst hafa með gangi mála í sjávarútveginum um árabil
tengja vafalaust Friðrik A. Jónsson sjálfkrafa við norska fyrirtæk-
ið Simrad. Friðrik A. Jónsson ehf. var stofnað árið 1942 og hefur
frá upphafi verið leiðandi á sviði siglinga- og fiskileitartækja og,
eins og áður sagði, þekkt fyrir að selja og þjónusta fiskileitartæki
frá Simrad.
Tæpast er ofsagt að á sjöunda
ártugnum hafi verið tæpast verið
til íslenskt síldveiðarskip sem
ekki hafði um borð fiskileitartæki
frá Simrad. í aukinni samkeppni
hefur Simrad fyrirtækið, sem
reyndar er alþjóðlegt fyrirtæki þó
svo að norskir aðilar eigi þar
meirihluta, hefur haldið velli og
vel það. Höfuðstöðvar þess eru í
Noregi en auk þess eru deildir
eða útibú í Danmörku, Englandi,
Bandaríkjunum, Singapoor og
Taiwan. Simrad framleiðir fjöldan
allan af fiskleitartækjum og má
þá helst nefna ES60, sem er
flaggskip þeirra í dýptarmælum
með stjórnun í Windows NT,
ásamt Winson sónar með breyti-
legri tíðni og stöðugleikabúnaði.
Fridrik /X. Jóns
son ehf.
Simrad kom fyrst allra á mark-
aðinn með keramísk botnstykki
sem eru með hærri nýtni en
venjuleg botnstykki fyrir dýptar-
mæla. Næmleiki Simrad botns-
tykkjanna er einn stærsti liðurinn
í góðri sendingu og endurvarps-
móttöku á hljóði neðansjávar.
Frá Simrad er Friðrik A. Jónsson
einnig með úrval radara, sjálf-
stýringa og siglingatækja.
Einnig hefur fyrirtækið hafið
sölu á OLEX tölvuplotter sem
kortleggur sjávarbotninn bæði í
tvívídd og þrívídd með tenging-
um við GPS staðsetningartæki
og dýptarmæli. Hægt er að velja
mismunandi skjástærðir við
tölvuplotterinn.
Friðrik A. Jónsson ehf. hefur
nú hafið samstarf með Elnet-
tækni ehf. með nýrri margmiðl-
unartækni. Um er að ræða há-
þróað loftnetskerfi fyrir skip sem
Friðrik A. Jónsson mun sjá um
að selja. Meðal annars er I boði
gervihnattadiskur fyrir sjónvarp,
útvarp og internetsendingar.
Friðrik A. Jónsson rekur
einnig fullkomna viðgerðarþjón-
ustu með 4 tæknimönnum en
alls starfa 8 manns hjá fyrirtæk-
inu.
58 Mm