Ægir - 01.08.1999, Page 84
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Aage Pedersen og Gunnar Pedersen.
Afltækni ehf.
Barónsstígur 5
101 Reykjavík
Símar:
551 1280 og 551 1281
Fax:
552 1280
man Bétw tíieseluélar
í fíestar gerðir sRipa
Afltækni ehf. er umboðsaðili á íslandi fyrir hinar þekktu MAN
B&W skipa- og bátavélar. MAN vélarnar byggja á mjög traustum
grunni þar sem verksmiðjurnar eru brautryðjendur í framleiðslu
dieselvéla.
Nafnið MAN B&W kemur til af því
að MAN keypti í kringum 1980
verksmiðjur Burgmeister & Wein
í Danmörku og fékk þá um leið
tvö dótturfélög B&W, Alpha
Diesel í Fredrikshavn og Holeby
Diesel í Holeby.
í 100 ár hefur Alpha Diesel
framleitt fullkominn aðalvélabún-
að, þ.e.a.s. dieselvél, niður-
faerslugíra, skiptiskrúfubúnað og
stjórntæki og bætti það enn frek-
ar stöðu MAN vélanna. Fyrir
nokkru hóf svo Alpha Diesel að
framleiða hina þekktu tvígengis
MC-dieselvél, en fyrsta vélin
sem þeir afhentu var 8 strokka af
gerðinni S35MC. Hún var nýlega
afhent við hátíðlega athöfn í
skipasmíðastöð Aker MTW í
Rostock í Þýskalandi. Vélin fór í
nýsmíði skipasmíðastöðvarinnar
á rússnesku tankskipi.
Hinar margrómuðu MC gerðir
frá MAN B&W spanna aflsvið frá
A fitœkni ehf.
2.000 og upp í 93.000 bremsu-
hestöfl. Núna eru meira en 79
milljón bremsuhestöfl í drift og í
pöntun hjá MAN B&W. Alpha
Diesel framleiðir í dag MC vélar,
gerðir 26-35-42-46 og 50 í
strokkaþvermál með upp í
17.000 bremsuhestöfl. Stærsta
MAN B&W vélin í hérlendu skipi
er í MS-Brúarfossi og er það um
10.000 hestafla tvígengisvél.
„Við þjónustum í raun allt frá
minni bátum og upp í togara og
fraktskip þó svo að við seljum
smábátunum ekki mikið af vél-
um. Vélarnar frá MAN eru svo
þungar og hæggengar að þær
henta ekki hraðfiskibátum og
hafa þær því verið auðseljanlegri
þegar út í þær stærri er komið,“
sagði Aage Petersen hjá Afl-
tækni í Reykjavík i samtali við
Ægi. Stærð aflvéla í hverju skipi
fer mjög eftir þeim verkefnum
sem hvert skip á að takast á við.
Sagði Aage að vélarnar í nóta-
veiðiskipum færu stækkandi, í
þeim væru vélar frá 1.500 upp í
7.500 hestöfl. Ástæðu þessara
stækkana sagði Aage vera þá aö
útgerðir vilja líka geta látið nótar-
skipin veiða uppsjávarfisk í
flottroll, en þá þarf nóg afl að
vera til staðar.
Afltækni sérhæfir sig í sölu,
varahlutaþjónustu og tæknilegri
ráðgjöf en viðgerðarþjónustan er
í höndum útgerða og verkstæða
um allt land. Á höfuðborgar-
svæðinu eru helstu viðgerðarað-
ilarnir Gjörvi í Reykjavík og
Framtak í Hafnarfirði.
82 AGlíl
1