Ægir - 01.08.1999, Page 86
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Fríðrik Ingi Fríðriksson iramkvæmdastjóri.
Besta
Nýbýlavegi 18
200 Kópavogur
Sími: 510 0000
Fax: 510 0001
Netfang: besta@besta.is
Aukið hreinlaeti
Nýlega sigraði skúta merkt Besta í siglingakeppni. Það er ekki
aðeins í siglingakeppnum sem þetta rótgróna fjölskyldufyrirtæki
hefur meðbyr, heldur einnig í sjálfum rekstrinum.
Árið 1930 var Burstagerðin stofn-
uð og í lok síðasta ártugar var
Besta svo stofnað út frá því
fyrirtæki. Núna, um tólf árum
seinna er Besta orðið mun stærra
en gamla móöurfyrirtækið og all-
ar vörur þeirra bera Besta merkið
sem flestir þekkja. Fyrirtækið hef-
ur verið í eigu sömu fjölskyldunn-
ar allan tímann og sjá þrír feðgar
um reksturinn í dag. í höfuð-
stöðvunum í Kópavogi starfa um
átján manns og í versluninni í
Njarðvík eru þrír starfsmenn. Á
Egilsstöðum, ísafirði og á Akur-
eyri eru Besta vörur fáanlegar í
umboðssölu. Blaðamaður ræddi
við Friðrik Inga Friðriksson, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, um
það sem er á döfinni hjá þeim um
þessar mundir.
„Við sérhæfum okkur í öllum
tegundum bursta og hönnum þá
eftir þörfum viðskiptavinanna.
Þannig tökum við virkan þátt í
þeirri þróun sem á sér stað í fyr-
irtækjum og byggjum upp traust
við okkar kúnna. Það sem við
viljum leggja hvað mesta áherslu
Besta
á á þessari sýningu eru VIKAN
burstar og áhöld fyrir matvæla-
vinnslur, GOJO handsápukerfi,
almenn hreinsiefni og sérfram-
leiddir burstar, sem oft eru þá
hannaðir í samvinnu við við-
skiptavinina. Okkar stefna er að
auka tengslin við sjávarútveginn
og því viljum við vekja athygli á
þessari þróunarstarfsemi."
Þó svo að Besta hafi vaxið út
frá gömlu Burstagerðinni hefur
fyrirtækið einnig mikla sérstöðu
hvað hreinlætisvörur snertir en
Besta sérhæfir sig í öllu sem snýr
að hreinlæti og þeim staðalkröf-
um sem gerðar eru þar að lút-
andi í nútímafyrirtækjum. Má
segja að starfsmenn Besta séu
sérfræðingar í hreinlæti. Ber þar
fyrst að nefna handsápur og
skammtara fyrir sápuna. Allt er
þetta samkvæmt ströngustu
reglum og sápuskammtararnir
eru með sápuna í alveg lokuðum
hólfum því hún er í pokum sem
er fleygt þegar þeir tæmast og
nýir eru settir í. í þessa skammt-
ara eru fáanlegar sótthreinsandi
sápur og sótthreinsandi gel fyrir
hendur. Besta flytur líka inn og
framleiðir hreinsiefni fyrir allan
vinnustaðinn, allt frá gólfi og upp
í loft. Þá flytur fyrirtækið inn
bursta, skóflur og smááhöld til
þrifa í matvælaframleiðslu. Þar
fyrir utan eru verslunardeildin,
sem sér um sölu á burstum, klút-
um og búsáhöldum til verslana,
og véladeildin, sem sér um inn-
flutning á stórtækari vinnuvélum.
Það eru t.d. snjóblásarar fyrir
flugvelli, snjóruðningstæki, salt-
og sanddreifarar, götusóparar og
vegheflar svo eitthvað sé nefnt.
84 ÆGffi
j