Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 108
ISLENSKA S JÁ VA RÚTVEGSSÝNINCIN - AUKABLAÐ ÆGIS
G
Frystikerfi ehf.
Vagnhöfða 12
112 Reykjavík
Sími: 577 1444
Fax: 577 1445
Sigurjón Guðmundsson vélsmiður, Pélur Jónasson framkvæmdastjóri, Jón Valdimarsson
vélfræðingur og Steinar Viihjáimsson vélfræðingur.
Þjónusta byggö ú
Þekkíngu og reynslu
Frystikerfi ehf. er sérhæft fyrirtæki í allri þjónustu frysti- og kæli-
búnaðar fyrir matvælaframleiðendur á landi og sjó. Starfsemin
byggist á öllum þeim þáttum sem snúa að þörfum viðskiptavinar-
ins fyrir hagkvæman og öruggan búnað fyrir rekstur sinn.
Fyrirtækið tók til starfa þann 1.
október 1997 og hefur á að
skipa starfsmönnum með langa
og víðtæka reynslu í þjónustu við
frysti- og kælikerfi. Eigendur
Frystikerfis ehf. eru Steinar Vil-
hjálmsson, Hafþór Svendsen,
Jón Valdimarsson, Vésteinn
Marinósson og Vélsmiðjan
Þrymur hf. á Isafirði. Fram-
kvæmdastjóri er Pétur Jónasson
á ísafirði. Frystikerfi ehf. er til
húsa að Vagnhöfða 12 í Reykja-
vík og útibú er að Suðurgötu 9 á
ísafirði.
„Við veitum viðskiptavinum okk-
ar bestu alhliða þjónustu er snýr
að frysti- og kælikerfum, jafn-
framt því að veita ráðgjöf. Innan
fyrirtækisins fara allir útreikning-
ar og hönnunarvinna fram,
ásamt teiknivinnu. Fram til þessa
hefur reksturinn aðallega beinst
að iðnaðarkerfum í skipum,
Frystikerfi ehf.
frystihúsum og rækjuverksmiðj-
um,“ segir Steinar Vilhjálmsson.
Fyrirtækið hefur tekið að sér
mörg stór verkefni á þeim stutta
tíma sem það hefur starfað. í því
sambandi má nefna að Frysti-
kerfi ehf. sá um hönnun og eftir-
lit með smíði frystikerfisins um
borð í skuttogaranum Orra ÍS-20
frá ísafirði. Fyrirtækið seldi allan
viðbótarbúnað í frystikerfið
ásamt tvöföldum lausfrysti.
Einnig sá það um hönnun og
breytingar á togurunum Frey LS-
8380, Skutli ÍS-180 og Hólma-
drangi ST-70 og sölu á búnaði
fyrir breytingarnar.
„Stærstu verkefnin okkar fram
að þessu, eru sala og umsjón
með breytingum og viðbótum á
frystikerfum skipanna M/S Alpha
og M/S Beta í eigu Sjólaskipa hf.
í Hafnarfirði," segir Steinar. Hann
bætir við að nú er verið að gang-
setja frystikerfið í öðru skipinu í
Póllandi og að framundan sé
mikil vinna í Frera RE-73, sem er
einnig sé verið að breyta í Pól-
landi.
„Fyrir um einu og hálfu ári
gekk Frystikerfi ehf. frá sam-
starfssamningi við SES
International í Hollandi og
Öyangen Kulde í Noregi. Með
þessum nýju samböndum get-
um við boðið frysti- og kælivélar
frá HOWDEN fyrir ammoniak,
freon og aðra kælimiðla, auk
þess sem við erum með varahluti
í HOWDEN vélar á lager. Einnig
bjóðum við hurðabúnað fyrir
frystiklefa frá HCR í Bandaríkjun-
um sem minnkar stórlega loft-
skipti við umgang um hurðir og
kemur þar af leiðandi í veg fyrir
óæskilega klakamyndun við loft-
kælibúnt og hurðir."
English summary
Frystikerfi ehf. is a specialized
refrigeration company that
services refrigeration equip-
ment for the food processing
industry, their specific field
being industrial systems in
ships and plants. They employ
a staff of highly qualified people
who have worked on refriger-
ation systems for many years.
The company is active in deve-
lopment, design, repair, and
maintenance of refrigeration
equipment. They often operate
in foreign countries in major
reconstruction projects involv-
ing design and fitting of refri-
gertaion systems.
106 Mm