Ægir - 01.08.1999, Qupperneq 128
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Jón Norland framkvæmdastjóri.
í fyrsta skipti á sjáv-
arútvegssýningunni
Smith & Norland tekur nú í fyrsta skipti þátt í íslensku sjávarút-
vegssýningunni. Með því vill þetta rótgróna rafmagnsfyrirtæki
treysta og efla tengsl sín við þau fyrirtæki sem tengjast sjávarút-
vegi, hvort sem það eru útgerðarfyrirtæki, fiskvinnslufyrirtæki,
framleiðendur búnaðar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki eða verkfræði-
stofur og aðrir rafmagnsfagmenn sem vinna fyrir greinina.
„Smith & Norland hf. hefur ávallt
lagt metnað sinn í að selja vand-
aðar vörur og veita trausta fag-
lega ráðgjöf. Fyrirtækið hefur
eflst á undanförnum árum og
hefur samstarf við fyrirtæki sem
tengjast sjávarútvegi m.a. stuðl-
að að því,“ segir Jón Norland,
framkvæmdastjóri.
Smith & Norland hf. hefur frá
upphafi sérhæft sig í innflutningi
og sölu rafbúnaðar á orku-, raf-
einda-, fjarskipta- og lækninga-
sviði. Aðalumboð fyrirtækisins er
þýska stórfyrirtækið Siemens en
auk þess starfar það með fjöl-
mörgum öðrum fyrirtækjum í
ýmsum löndum, s.s. Þýskalandi,
Noregi, Svíþjóð, Danmörku,
Finnlandi, Frakklandi, Spáni, ítal-
íu og Bandaríkjunum. Viðskipta-
vinir Smith & Norland hf. eru
einkum rafverktakar, orkuveitur,
sjúkrahús, opinber fyrirtæki og
stofnanir og önnur fyrirtæki á
ýmsum sviðum atvinnulífsins
auk almennings.
Síðustu áratugi hefur raf-
tækjasala verið mikilvægur þátt-
Smith &
Notiand hf.
ur í starfsemi fyrirtækisins og
rekur Smith & Norland raftækja-
verslun í húsakynnum sínum þar
sem viðskiptavinirnir geta fengið
flest það sem hugurinn girnist á
því sviði. Auk þess hefur fyrir-
tækið umboðsmenn víða um
landið sem selja vörur þess.
Loks ber að geta öflugrar þjón-
ustudeildar sem sér um viðhald
og viðgerðir á seldum búnaði.
Smith & Norland hf.
Nóatúni 4
104 Reykjavík
Sími: 520 3000
Fax: 520 3011
Veffang: www.sminor.is
Smith & Norland hefur vaxið
jafnt og þétt í tímans rás og nú
vinna hjá fyrirtækinu rúmlega 40
starfsmenn. Er meirihluti þeirra
sérmenntaður á rafmagnssviði
sem verkfræðingar, tæknifræð-
ingar, rafeindavirkjar og rafvirkj-
ar. Aðrir starfsmenn hafa flestir
staðgóða menntun á öðrum
sviðum auk mikillar starfs-
reynslu.
í upphafi var fyrirtækið í Hafn-
arhúsinu við Tryggvagötu en
færði sig um set árið 1962 að
Suðurlandsbraut 4. Árið 1974
fluttist Smith & Norland hf. í eig-
ið húsnæði við Nóatún 4. Er nú
fullbyggt á þeirri lóð en auk þess
á fyrirtækið húsnæði í Borgartúni
22 sem m.a. hýsir þjónustudeild
þess.
„Við bjóðum alla velkomna á
bás C 150 þar sem við hjá Smith
& Norland kynnum okkur og þæi'
vörur sem við höfum á boðstól-
um, einkum þær sem tengjast
sjávarútvegi. Má þar m.a. annars
nefna SIMATIC iðntölvur, forrit-
anlegar liðastýringar (LOGOI),
lágspennurofabúnað (SIRIUS
3R), hraðabreyta, dælur og þráð-
lausar símalausnir frá Siemens,
netrennur frá Defem, töfluskápa
frá Rittal, lampa frá Fagerhult oQ
ýmislegt fleira skemmtilegt,’
segir Jón.
Starfsmenn Smith & Norland
verða ekki einir á básnum því að
þeim til halds og trausts verða
einnig starfsmenn frá Raftákni á
Akureyri, töframaðurinn Peter
Löfqvist frá Defem í Svíþjóð sem
sýnir hvernig smíða má ótrúleg-
ustu hluti úr netrennum á
skömmum tíma og loks Lars
Eide frá Noregi sem kynnir bún-
að sem tengist dísilrafölum.
126 mm