Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 11
9
IV.
Ég mun nú víkja að ýmsum ágætum gjöfum, er Háskólan-
um hafa borizt.
Háskólabókasafni hafa borizt góðar bókagjafir m. a. frá
franska sendiráðinu í Reykjavík og frá menntamálaráðuneyti
Spánar um hendur spænska sendiráðsins í Ósló. Ýmis bóka-
forlög hafa og sent bækur sínar að gjöf, þ. á m. háskólafor-
lagið í Ósló, sem um nokkurt árabil hefir sent bókasafninu allar
forlagsbækur sínar. Minnist Háskólinn þessa með þakklæti.
Árið 1931 andaðist séra Sophus L. Thormodsæter, prestur á
Lilleström í Noregi. Arfleiddi hann háskólabókasafnið að miklu
bókasafni, rösklega 6000 bindum, og voru þau rit m. a. á sviði
guðfræði, málfræði, sagnfræði og þjóðfræði. Var það einn af
meginstofnunum, er háskólabókasafni var komið á fót. Enn-
fremur ánafnaði hann háskólabókasafni myndarlega peninga-
gjöf, sem afhent var á s.l. vetri í samræmi við ákvæði erfða-
skrár. Nam sú gjöf tæpum 70.000 ísl. króna. Vöxtum af þessu
fé skal verja til kaupa á bókum fyrir háskólabókasafn varðandi
sögu Noregs, menningu og þjóðfræði. Minnist Háskólinn með
virðingu og þökk þessa ágæta Islandsvinar og umhyggju hans
fyrir háskólabókasafni.
í tilefni hálfrar aldar afmælis fyrirtækisins J. Þorlákssonar
& Norðmanns h/f hafa forráðamenn þess afhent 100.000 króna
gjöf til Minningarsjóðs Jóns verkfræðings Þorlákssonar, er
ekkja hans, frú Ingibjörg Cl. Þorláksson, og dætur þeirra stofn-
uðu fyrir 15 árum. Sá sjóður styrkir efnilega nemendur í verk-
fræðideild, og hafa styrkir úr sjóðnum verið mikils virtir. Þakka
ég þessa ágætu gjöf og tryggð fyrirtækisins við Háskólann.
Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Islands, sem stofnaður er
af hluthöfum í félaginu, búsettum vestanhafs, hefir enn aukizt.
Þessi sjóður verður brátt einn af öflugustu sjóðum Háskólans
og á eftir að gegna mikilvægu hlutverki, er stundir líða fram.
Metur Háskólinn mikils ræktarsemi landa vestanhafs og þá
vinsemd, er þeir hafa enn á ný sýnt með stofnun þessa sjóðs.
Fyrir stuttu síðan var Háskólanum afhent mikil dánargjöf
2