Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 20
18
fari í stúdentsnám, síður en svo, en hvet aðeins til þess að fólk
ihugi allar færar menntunarleiðir — og námsleiðir utan
menntaskóla þarf að efla.
vm.
Með þessu háskólaári kveðjum við annan þriðjung þessarar
aldar og leggjum á bratta síðasta þriðjungsins. Stúdentar, sem
nú hefja nám við Háskólann, munu verða vel flestir rösklega
fimmtugir við næstu aldamót, og eiga þá enn mörg starfsár
eftir, ef þeim verður lífs auðið og heilsu. Sú menntun, sem við
veitum þessum ungu stúdentum, á því að duga þeim m. a. á
næstu öld. Þessi tilhugsun vekur margvíslegar hugrenningar
um markmið menntunar og inntak hennar á þessari öld hrað-
fleygra framfara og breytinga — þegar ný vísindaleg uppgötvun
kann allt í einu að kollvarpa því, sem haft hefir verið fyrir satt
um langan aldur. Menn verða bljúgir andspænis umhugsuninni
einni saman. Vissulega ber að hafa hugfastar þessar breyting-
ar, sem í vændum eru, en hver kynslóð verður allt að einu að
skila þeim vísindalega fjársjóði, sem hún ræður yfir, til næstu
kynslóðar — með allsherjar fyrirvara um, að ávallt sé skylt
að hafa það, er sannara reynist.
í heimi, sem breytist ört, hljóta háskólar að standa andspæn-
is miklum vanda og þeir verða að laga sig að breyttum að-
stæðum. Menn verða að gera sér grein fyrir, að háskólar hvar-
vetna um heim taka nú gagngerum stakkaskiptum og fjárveit-
ingar til þeirra hækka með risaskrefum. Hér er m. a. á tvennt
að líta. Annars vegar er hið stóraukna aðstreymi stúdenta að
háskólunum, sem er vissulega heillandi, en gerbreytir jafnframt
mörgum hefðbundnum viðhorfum í háskólastarfsemi og gerir
þá starfsemi alla æði umfangsmikla. Hins vegar eru sífellt gerð-
ar auknar kröfur til virkrar hluttöku hvers háskóla í vísinda-
starfsemi. Hver háskóli — einnig háskóli vor — er undir smá-
sjá, og í dómum um háskóla er aðeins beitt einni viðmiðun,
hinni alþjóðlegu viðmiðun. Litlir háskólar geta vissulega einnig
innt af hendi merkileg framlög, ef vel er að þeim búið.
Islenzkt þjóðfélag verður að gera miklu betur til háskóla
síns og annarra vísindastofnana á síðasta þriðjungi aldarinnar