Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 5
I. STJÓIÍN HÁSKÓLANS
Rektor Háskólans var prófessor Ármann Snœvarr.
Deildarforsetar voru þessir:
Prófessor Magnús Már Lárusson í guðfræðideild, varaforseti
prófessor dr. Þórir Kr. Þórðarson. Þar sem deildarforseti var
skipaður prófessor í sagnfræði í heimspekideild frá 1. okt. 1968
að telja, var nýr deildarforseti kjörinn 4. okt. 1968, og var það
prófessor Björn Magnússon.
Prófessor, dr. Ólafur Bjarnason í læknadeild, varaforseti pró-
fessor, dr. Steingrímur Baldursson.
Prófessor Þór Vilhjálmsson í lagadeild, varaforseti prófessor
Ólafur Jóhannesson.
Prófessor Guðlaugur Þorvaldsson í viðskiptadeild, varaforseti
prófessor Árni Vilhjálmsson.
Prófessor, dr. Bjarni Guðnason í heimspekideild, varaforseti
prófessor, dr. Hálldór Halldórsson.
Prófessor Loftur Þorsteinsson í verkfræðideild, varaforseti
prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson.
Varaforseti háskólaráðs (vararektor) var prófessor Loftur
Þorsteinsson og ritari prófessor Bjarni Guðnason.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði var Úlfar Guðrnundsson, stud.
theol., og til vara Guðjón Magnússon, stud. med.
Eftir að ný háskólalög tóku gildi tóku sæti í háskólaráði
Halldór Elíasson, dósent, fulltrúi Félags háskólakennara, vara-
maður: Gaukur Jörundsson, lektor, og annar fulltrúi stúdenta,
Þorsteinn Ingólfsson, stud. jur.