Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 8
6
við nokkrum íslenzkum stúdentum til siðarahluta náms, og hafa
5 stúdentar vistazt þar flest árin. Hefir sú samvinna einnig verið
með ágætum. Þegar á árinu 1966 þótti sýnt, að þessir tveir verk-
fræðiháskólar gætu ekki tekið við öllum þeim stúdentum, er
héðan ljúka fyrrahlutaprófi í byggingaverkfræði. Leitaði Há-
skólinn þá samstarfs við sænska tækniháskóla, og hafa tveir
þeirra, tækniháskólinn í Stokkhólmi og tækniháskólinn í Lundi,
nú sýnt oltkur þá vinsemd að veita viðtöku nokkrum fjölda
stúdenta, er hér hafa stundað nám. Hafa 5 hlotið námsvist í
Stokkhólmi og 5 í Lundi nú í haust, og eru þetta fyrstu verk-
fræðistúdentarnir, er halda til Sviþjóðar samkv. þessu samkomu-
lagi. Er í ráði að leita til fleiri tækniháskóla og undirbúningur
hafinn að þvi.
Lyf jafræðingaháskóli Danmerkur tekur við stúdentum í iyf ja-
fræði lyfsala, er héðan ljúka prófum eftir tveggja ára nám. Sá
skóli hefir lagt okkur mjög mikið lið. Nálega allir þeir, sem lokið
hafa fyrrihlutaprófi héðan, hafa hlotið síðarahlutamenntun sína
við þá menntastofnun. Auk þess hafa margir íslenzkir lyfjafræð-
ingar hlotið menntun sina að fullu og öllu við þann háskóla.
Ég dreg í efa, að Islendingar geri sér grein fyrir, hve ómetan-
legt framlag þessara háskóla, sem nefndir voru, er til menntunar-
mála Islendinga. Þessir háskólar allir verða ár hvert að vísa frá
miklum hópi umsækjenda, en af velvild og vinsemd veita þeir allt
að einu viðtöku nokkurri tölu íslenzkra stúdenta. Hér verður að
hafa almennt hugfast, að talið er, að um 500 íslenzkir stúdentar
séu við nám erlendis eða rösklega fjórðungur allra þeirra, sem
leggja stund á háskólanám í heild sinni. Má fullyrða, að það er
miklu hærri tala en í nokkru grannlandi okkar. Þegar virt er, hve
menntun hvers stúdents í nútima háskóla er kostnaðarsöm og
hve örðugt er fyrir háskóla að veita viðtöku erlendum stúdent-
um vegna aðstreymis heimastúdenta, þá er sýnt, að hér njótum
við mikilla framlaga frá erlendum háskólum til menntunar stú-
denta okkar og auk þess einstakrar vinsemdar og fyrirgreiðslu.
Jafnframt verðum við þá að gæta þess hér við Háskólann að
veita jafn mörgum erlendum stúdentum viðtöku eins og gerlegt
er, og við verðum í tillögum okkar um framtíðaruppbyggingu