Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 9
7
Háskólans beinlínis að gera ráð fyrir námsvistun erlendra stú-
denta hér að vissu marki. Hér eru nú 41 erlendur stúdent við
nám. Hlutfallstala erlendra stúdenta, sem hér er við nám, hefir
verið mun lægri en er í grannlöndunum, og hefir þó öllum, sem
sótt hafa, verið veitt viðtaka, nema umsækjendum um nám í
læknadeild. Þar hefir þó takmarkaðri tölu umsækjenda verið
veitt viðtaka undanfarin ár, nema nú í haust, og vonum við, að
í framtíðinni verði einnig hægt að veita viðtöku nokkurri tölu
erlendra stúdenta til náms í læknisfræði. Það er sammæli manna
við Háskólann, að mikils sé um vert, að erlendir stúdentar séu
hér í stúdentahópi. Þeir setja vissulega skemmtilegan og litríkan
svip á skólalifið, og frá þeim stafar hressilegur og vekjandi and-
blær. Margir þeirra sýna Háskólanum mikla ræktarsemi löngu
eftir að háskólavist þeirra hér lýkur.
Það er segin saga í skólastarfi, að kynslóðir koma, kynslóðir
fara. Jafnframt því sem við kveðjum kandídatana okkar fögnum
við nýrri kynslóð stúdenta. Þessu sinni hafa alls 428 stúdentar
skráð sig til náms í Háskólanum, og fer tala nýstúdenta vaxandi
ár frá ári. Nýstúdentar skiptast svo í deildir:
Guðfræði ................................... 8
Læknisfræði................................ 94
Tannlækningar ............................. 10
Lyfjafræði lyfsala......................... 13
Lögfræði .................................. 37
Viðskiptafræði............................. 39
Heimspekideild ........................... 160
Verkfræði.................................. 35
Verkfræðinám, B.A.-nám .................... 32
Þessu sinni hefir óvenjulega mikil aðsókn orðið að læknanámi
og verkfræðinámi. Læknadeild telur, að engin tök séu á að veita
viðtöku óheftum fjölda stúdenta, til þess skorti deildina bæði
húsakost, tæki og kennaralið. Hefir háskólaráð fallizt á það mat
deildarinnar að óbreyttum aðstæðum, og munu nú á næstunni
hefjast viðræður við stjórnvöld um þessi miklu vandamál.