Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 10
8
n.
Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði Háskólans, og
skal þeirra nú getið.
Prófessorsembætti í viðskiptafræðum, nýtt embætti, var veitt
Guðmundi Magnússyni, fil. lic., frá 1. marz 1968 að telja. Um-
sækjendur voru þrír.
Prófessorsembætti í lyfjafræði var veitt dr. Þorkeli Jóhannes-
syni frá 1. júlí s.l., og var hann eini umsækjandi.
Dr. Gunnar Böðvarsson, sem skipaður var prófessor frá 1.
janúar 1968, taldi sér ekki fært að taka við embættinu, og var
honurn að eigin ósk veitt lausn.
Frá 1. ágúst s.l. var dr. Sigurður Þórarinsson settur prófessor
í jarðfræði og landafræði, og kemur fyrst og fremst í hans hlut
að skipuleggja náttúrufræðikennsluna hér við Háskóiann, sem
hófst nú í haust. Er mikill ávinningur að því fyrir Háskólann, að
þessi ágæti vísindamaður hefir tekizt á hendur þetta mikilvæga
prófessorsembætti.
Dr. Guðna Jónssyni prófessor hefir verið veitt lausn frá em-
bætti vegna heilsubrests. Vil ég tjá dr. Guðna þakkir Háskólans
fyrir mikilsmetin störf hans hér við skólann, sem öll voru unnin
af kostgæfni og alúð, og árna ég honum alls góðs. Prófessors-
embættið var veitt Magnúsi Mávi Lárussyni, prófessor, frá 1.
október að telja, og var hann eini umsækjandi. Flyzt próf. Magn-
ús nú milli deilda, og ætla ég, að það sé einsdæmi hér á landi, að
slíkt hafi gerzt, og sýnir m. a. hve fjölhæfur visindamaður pró-
fessor Magnús Már er, en hann er einn hinn eljumesti rannsókn-
armaður hér við Háskólann.
Fjórir nýir lektorar með launakjönjm 22. launaflokks hafa
verið skipaðir í heimspekideild, og eru þrjú kennarastörfin ný.
Lektorarnir eru Öskar Halldórsson, cand. mag. og Sveinn
Skorri Höskuldsson, cand.mag., í bókmenntum, Helgi Guðmunds-
son, cand. mag., í íslenzku og Bergsteinn Jónsson, cand. mag., í
sögu. Er Háskólanum mikill styrkur að hinum nýju störfum og
starfsmönnum.