Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 12
10
m.
Háskólabókasafninu hafa borizt verðmætar bókagjafir frá
Minnesotaháskóla undanfarin ár, og hefir sá háskóli sýnt Háskóla
Islands sérstaka vinsemd og ræktarsemi. Mörg þessara rita eru
gefin út af forlagi þess háskóla, og minnir það raunar á þá miklu
þörf, sem á því er, að hér við Háskólann komi upp bókaforlag.
Þá hefir háskólabókasafni borizt ágæt gjöf frá Menntamálaráðu-
neytinu danska. Eru það valin rit um danskar bókmenntir, sögu
og tungu. Er mikill styrkur að þessari mikilsmetnu bókagjöf fyrir
dönskukennsluna hér við Háskólann. Enn fremur get ég þess
með þökk, að erfingjar Guðmundar prófessors Thoroddsens hafa
afhent háskólabókasafninu læknisfræðileg rit úr bókasafni hans.
Raunvísindastofnun Háskólans hafa borizt ýmsar ágætar gjaf-
ir, þ. á m. 5000 Bandaríkjadalir frá Bauer Scientific Trust til
minningar um Tómas Tryggvason, jarðfræðing, til jarðvísinda-
rannsókna, sem ákveðið hefir verið að verja á þann hátt, að Guð-
mundur Pálmason, forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnun-
ar, verður Paul S. Bauer styrkþegi í eitt ár frá 1. okt. s. 1. að
telja. Mun hann vinna að úrvinnslu ýmissa jarðeðlisfræðilegra
gagna. Þá hefir stofnunin hlotið 2000 dala styrk frá William R.
Mote, í Florida í Bandaríkjunum. Styrkurinn er til jarðvísinda-
rannsókna. Prófessor Paul S. Bauer hefir sem kunnugt er veitt
mikla rannsóknarstyrki bæði til Surtseyjarfélagsins og til ein-
stakra vísindamanna hér á landi, og eru þeir styrkir mikils virði.
Kjarnorkumálanefnd Bandaríkjanna hefir undanfarin ár veitt
mikla styrki til erfðafræðinefndar Háskólans, en á vegum erfða-
fræðinefndar hafa verið unnin mikilvæg undirbúningsstörf að
mannerfðafræðirannsóknum, og em miklar vonir tengdar við
þær rannsóknir. Minnist ég með þökk þessa mikilsmetna fram-
lags og ánægjulegs samstarfs erfðafræðinefndar við kjarnorku-
málastofnunina.
Guðmundur Andrésson, gullsmiður í Reykjavík, afhenti Há-
skólanum í sumar myndarlega gjöf, 100.000 krónur, og skal
stofna af þeirri gjöf sjóð, er styrkja skal stúdenta og kandídata